Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

1965 Mercury Montclair á AK 1974-5

<< < (2/2)

1966 Charger:
Á árunum 1962 til 1964 voru hönnuðir Chrysler verksmiðjanna þeir uppteknustu í bransanum.  Fyrir því  voru góðar ástæður.  Vængirnir á afturbrettunum voru dauðir og sú hönnunarstefna sem Virgil Exner hafði tekið, fyrst með Valiantinum og síðan með 62 árgerðinni af Plymouth og Dodge hafði ekki vakið hrifningu markaðarins, að hluta til vegna þess að þáverandi forstjóri Chrysler William Newberg krafðist þess að hafa puttana í þessari hönnun sjálfur og dró verulega úr þeim stóru glæsilínum sem Exner var þekktur fyrir.  Exner var einfaldlega bolað úr starfi en þótt Guðmundur bendi réttilega á að stíll hans sé ráðandi í t.d. Monaco bílnum þá var Exner sjálfur ekki með leirinn í höndunum þegar 68 Mopar vagnarnir voru mótaðir en kannski voru lærisveinar hans á svæðinu. Í stað Exners var ráðinn Elwood Engel frá Ford en hann ku hafa verið ábyrgur fyrir frábærri hönnun '61 Lincoln Continental.  Engel vissi um litla villihestsfolaldið sem Fordkallarnir voru að hanna í Dearborn og hvatti Chryslerliðið því til að vinna hratt og vel. Á sama tíma var GM liðið að hanna Olds Toronado.  Sá þrýstingur sem Engel setti á starfsfólkið sitt leiddi til hönnunar tveggja nýrra bíla: Plymouth Barracuda 1964 og 22 mánuðum seinna var 1966 Dodge Charger kynntur markaðnum.  Báðir þessir bílar byggðu á fyrirliggjandi bílum frá sömu verksmiðju; Barracudan byggði á Valiant grunni  og Chargerinn á Coronet (Coronettin var kynntur haustið 1965 en Chargerinn á nýársdag 1966).  
Rætur hönnunar þessara tveggja fastback bíla og annarra svipaðra er að finna í Cadillac Fleetwood Aero-Dynamic Coupe V-16 sem byggður var sérstaklega fyrir heimsýninguna í Chicago 1933-34 (sjá mynd).  Hönnuðir Chrysler, DeSoto Airflow og Lincoln Zephyr hermdu eftir þaklínu Cadillacsins og þannig varð fastback línan til í tveggja og fjögura dyra útfærslum. Jafnvel Buick bauð til sölu fastback blæjubíla.

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version