Author Topic: Smá SBC pælingar  (Read 4246 times)

Offline User Not Found

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 179
    • View Profile
Smá SBC pælingar
« on: September 23, 2007, 03:06:19 »
Ég er með 305 vél ´77 -´79 með 2 hólfa blöndungi original og langar til að setja 4 holfa og hef heyrt að ég þurfi þá að fá mér ásamt milliheddi annann knastás til að vega upp á móti auknu bensínflæði. :?
Vantar ráðleggingar á því hvað  ég eigi að fá mér til að fá aðeins meira KICK úr vélinni. :oops:
Ætla bílinn ekki í race með þessari vél en væri gaman að hafa hann viðbragðsbetri en hann nú þegar er. :)  
Nú hugsa margir að ég ætti bara að fá mér 350 í bílinn og losa mig við 305 vélina, en ég á eina sem ég ætla að vinna í seinna meir vantar bara aðeins meira kick þangað til. 8)
Einnig er ég forvitinn um það hvort hedd af 305 ´77 -´79 passi á ´88 af 350 (sem var með tbi) og hvort ég græði eithvað á því að færa þau á milli.(Hef heyrt að menn séu að fá hærri þjöppu) :twisted:
Kær kveðja og fyrirfram þakkir fyrir öll þau svör sem ég fæ
ARNAR H 8)
Arnar H Óskarsson

Offline nonni400

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Smá SBC pælingar
« Reply #1 on: September 23, 2007, 09:59:29 »

Offline User Not Found

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 179
    • View Profile
Smá SBC pælingar
« Reply #2 on: September 23, 2007, 19:43:56 »
"Spjallþráður eða innlegg sem þú leitar að er ekki til"
Arnar H Óskarsson

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Smá SBC pælingar
« Reply #3 on: September 24, 2007, 02:08:05 »
Í hvernig bíl á þessi vél að fara?
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline User Not Found

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 179
    • View Profile
Smá SBC pælingar
« Reply #4 on: September 24, 2007, 20:53:27 »
305 vélin er í 4dr caprice classic ´77 :D
Set 350 vélina í hann seinna 8)
Arnar H Óskarsson

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Smá SBC pælingar
« Reply #5 on: September 24, 2007, 23:39:18 »
Var þessi 305 orginal í 77 Capricenum 2 hólfa?
Ég átti einu sinni Malibu með 305 og 4 hólf orginal og 2,73:1 drifi.
Hann hresstist svolítið við flækjur og 3,23:1 drif.
 Kannski gæti þetta hjálpað þér líka.
 Persónulega myndi ég ekki leggja mikin aur í þetta ef þú ætlar að setja 350 seinna.
Reyndar er ábyggilega allt í lagi að setja 4 hólfa 650 cfm án þess að skifta um ás og sjá hvað það gerir.
Það vantar allar uppl um ásinn sem er í vélinni til að geta sagt um hvort 4 hólfa mundi henta. (held þó að, Qjet eða spread bore gæti alveg gengið). Alla vega er ég viss um að Malibuinn sem ég átti var með ísköldum ás.
Kv Gunnar B.
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline User Not Found

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 179
    • View Profile
Smá SBC pælingar
« Reply #6 on: September 24, 2007, 23:47:05 »
Já orginal 305 2 holfa en ég fékk 4 hólfa gm millihedd með honum sem ég set á hann og hugsunin er hjá mér að ég þarf að gera slatta í bílnum ryðbætingar og fleirra sem ég geri ráð fyrir að gera á kanski 1 til 2 árum svona dund í raun og veru svo þegar það er búið þá langar mig að gera góða græju úr 350 vélinni jafnvel stróka og þá verða settar flækjur og gotterí í húddið. :twisted:
En hvað með þetta að ná hærri þjöppu á 350 með 305 heddum er þetta bara goðsögn eða græðir maður eithvað á þessu :?:
Arnar H Óskarsson

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Smá SBC pælingar
« Reply #7 on: September 25, 2007, 00:01:13 »
Ef þú átt 4holfa má allveg prufa en hann breytist voðalega lítið við það án þess að skipta ásnum út

Er það eru economy drif í honum þá færðu mesta kickið úr því að skipta um gíra (3,73-4,10)

Opnaðu pústið ef þú ert með orginal dótð
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Smá SBC pælingar
« Reply #8 on: September 25, 2007, 00:17:57 »
Nú verða mér fróðari menn að svara.
Ég er ekki alveg klár á hvort 305 vélin kom einhvern tíma með 69cc hedd. Held að það sé yfirleitt 76cc á 305 og ef svo er, græðir þú ekkert á þvi.
 350 vélin kom með held ég 64cc, 69, og 76cc þannig að þetta fer allt eftir því hvað þú ert með í höndunum.
Kv. Gunnar B.
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline User Not Found

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 179
    • View Profile
Smá SBC pælingar
« Reply #9 on: September 25, 2007, 00:25:44 »
350 vélin sem ég er með er ´88 modelið og kemur úr suburban 2500 og var með throttle body injection (nokkuð viss um að það sé L05 vélin) :roll:
Arnar H Óskarsson

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Smá SBC pælingar
« Reply #10 on: September 25, 2007, 01:11:25 »
Þekki ekki svoleiðis dæmi.

Þú getur cc mælt heddin ef þú ert búinn að taka þau af. Ferð bara í næsta apótek og kaupir 50ml og 10ml plastsprautur. Síðan plexiglerplötu sem nær yfir sprengirýmið á heddunum, borar 6-8mm gat utarlega í plötuna. Setur koppafeiti á brúnirnar á sprengirýminu á heddunum og leggur plexiglerið yfir með gatið alveg út við brún,setur 50ml. af vatni í stóru sprautuna sprautar úr henni í gegn um gatið, klárar svo að fylla upp í rýmið með 10ml. sprautunni  og mælir hvað margir ml. fara í sprengirýmið. Ventlana má þétta með koppafeiti ef þeir leka.( Vonandi skilst þetta bull).

En viltu ekki nota throttle body innspýtinguna, er með svoleiðis í GMC sem virkar bara mjög vel hjá mér. Það er hægt að fá alskonar kubba og dót til að fríska það upp.

Kv. Gunnar B.
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline User Not Found

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 179
    • View Profile
Smá SBC pælingar
« Reply #11 on: September 25, 2007, 01:34:56 »
Takk fyrir upplýsingarnar um mælinguna á heddunum. :)
Held að það sé of mikið vesen fyrir mig að rífa lúmið fyrir tbi systemið úr suburbaninum og ef ég stróka (383), vélina er það enþá meira vesen að
stilla inspytinguna inn. :?
Hef reyndar aðeins reynslu af svona 350 vél með þessari innspytingu í pikkup sem ég á og ef nemarnir eru ekki 100% í lagi og allt í tip top standi þá er vélin bara hreinlega hund leiðinleg
Arnar H Óskarsson

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Smá SBC pælingar
« Reply #12 on: September 25, 2007, 01:51:08 »
Jamm, ég er nú líka svona meiri blöndungsmaður :), Var bara að kaupa þennan GMC Jimmy '95 með 4,3 v6 og hann reynist mjög vel. En guð hjálpi mér ef eitthvað af þessu skynjara og tölvu dóti bilar, þá er eins gott að fara í endurmenntun eða skella bara blöndung á :?
Kv. Gunnar B.
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline Chevy_Rat

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 669
    • View Profile
Smá SBC pælingar
« Reply #13 on: September 25, 2007, 02:08:13 »
sælir heddin á 305-sbc hafa alltaf verið með 58-60cc spreingirími orginal en á 2-hólfa vélunum eru heddin með minni ventlum en í 4-hólfa vélunum,inntaksventlarnir í orginal 2-hólfa 305 sbc eru bara 1.72-inn og 1.50-út,en ventlarnir í orginal 4-hólfa 305 sbc eru 1.84-inn og 1.50-út,mæli með því að þú náir þér í hedd af 305 með stærri ventlunum þá þarftu ekkert að vera að hugsa neitt út í knastásinn og setur svo bara beinnt ofan á hana 600 cfm blöndung (hvaða gerð sem er) svo geturðu líka skift út knastásnum ef þú villt og farið td í 260 gráðu knastás frá Crane-cams ekki hærra miðað við orginal mótor með dish-head stimplum=(skála stimplum).kv-TRW

Offline User Not Found

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 179
    • View Profile
Smá SBC pælingar
« Reply #14 on: September 25, 2007, 02:15:31 »
Mekanískt alltaf Bezt er
því ef í raf eithvað fer
dauði og helvítis djöfull
bensín baron er ei gjöfull

Rafheili og kveikja
má ei veikja
þá vélin er dauð
og buddan auð

Smá hugdetta sem spratt upp í mínum skrítna heila þegar ég hugsaði um rafstýrðar inspýtingar 8)
Arnar H Óskarsson

Offline User Not Found

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 179
    • View Profile
Smá SBC pælingar
« Reply #15 on: September 25, 2007, 02:24:28 »
Ég þakka fyrir góð svör frá þeim sem svöruðu  :D
Ætti að getað unnið mig út frá þessum upplýsingum :P
Takk fyrir mig. Arnar H :twisted:
Arnar H Óskarsson

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Smá SBC pælingar
« Reply #16 on: September 25, 2007, 02:30:53 »
Quote from: "wannabeGM"
Mekanískt alltaf Bezt er
því ef í raf eithvað fer
dauði og helvítis djöfull
bensín baron er ei gjöfull

Rafheili og kveikja
má ei veikja
þá vélin er dauð
og buddan auð

Smá hugdetta sem spratt upp í mínum skrítna heila þegar ég hugsaði um rafstýrðar inspýtingar 8)
:smt023
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn