Sælir félagar.
Sæll Grétar.
Já ég gagnrýndi það að allar þær tilllögur sem komu fram voru ekki bornar fram á aðalfundi, sem átti að gera samkvæmt lögum klúbbsins.
Stjórnin getur ekki breytt lögum félagsins eftir eigin geðþótta.
Það var líka skrítið að heyra ekki betri rökstuðning frá stjórn en að tilllögu væri hafnað út af "pólitískum ástæðum".
Þegar svoleiðis er sagt þýðir það að tilllögu er hafnað bara til að hafna henni og engar sérstakar ástæður liggja það á bakvið, nema það að stjón vill einhverra hluta vegna ekki láta viðkomandi tillögu koma fram.
Slík má þarf að rökstyðja mjög gaumgjæfilega, sem í þessu tilfelli var ekki gert.
Það var einmitt hugsunin að aðalfundur og þá félagsmenn ættu að velja og hafna ef að tilllögur sköruðust eða hvort að það væri einhver glóra í tilllögunum.
Þetta er bara spurning um þessa gömlu forræðishyggju sem er að tröllríða öllu í dag.
Þarna áttu félagsmenn að velja þann kost sem þeim fannst bestur en ekki láta stjórn ráða sem er reyndar það sama og gildir í dag.
Nú hins vegar er búið að breyta lögum klúbbsins og nefnd óháð stjórn tekur tilllögur til skoðunar, og er það vel.
Þetta á vafalaust eftir að breytast þegar nýtt landssamband verður stofnað þar sem þá tekur það mjög sennilega við öllu í sambandi við reglur.