Author Topic: RS flokkur - reglubreyting  (Read 8789 times)

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Lög KK
« Reply #20 on: September 26, 2007, 11:16:33 »
Sælir félagar. :)

Sæll Grétar.

Já ég gagnrýndi það að allar þær tilllögur sem komu fram voru ekki bornar fram á aðalfundi, sem átti að gera samkvæmt lögum klúbbsins. :!:
Stjórnin getur ekki breytt lögum félagsins eftir eigin geðþótta.
Það var líka skrítið að heyra ekki betri rökstuðning frá stjórn en að tilllögu væri hafnað út af "pólitískum ástæðum".
Þegar svoleiðis er sagt þýðir það að tilllögu er hafnað bara til að hafna henni og engar sérstakar ástæður liggja það á bakvið, nema það að stjón vill einhverra hluta vegna ekki láta viðkomandi tillögu koma fram.
Slík má þarf að rökstyðja mjög gaumgjæfilega, sem í þessu tilfelli var ekki gert.
Það var einmitt hugsunin að aðalfundur og þá félagsmenn ættu að velja og hafna ef að tilllögur sköruðust eða hvort að það væri einhver glóra í tilllögunum.
Þetta er bara spurning um þessa gömlu forræðishyggju sem er að tröllríða öllu í dag. :idea:
Þarna áttu félagsmenn að velja þann kost sem þeim fannst bestur en ekki láta stjórn ráða sem er reyndar það sama og gildir í dag.
Nú hins vegar er búið að breyta lögum klúbbsins og nefnd óháð stjórn tekur tilllögur til skoðunar, og er það vel.
Þetta á vafalaust eftir að breytast þegar nýtt landssamband verður stofnað þar sem þá tekur það mjög sennilega við öllu í sambandi við reglur.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline fordfjarkinn

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 240
    • View Profile
RS flokkur - reglubreyting
« Reply #21 on: September 26, 2007, 11:33:06 »
Sæll Nóni minn ég bjóst nú ekki við öðru en að þú myndir banna mig frá reglu nemd á einhverjum hæpnum forsendum. Enn svona er þetta víst í konungsríkjum og hjá kommúnistum.

Ekki skrifa á netið það sem þú heldur að ég ætli að gera eða hugsi. Ég get alveg séð um það sjálfur takk fyrir.

Strákar mínir ekki vera hræddir um að ég sé svo illa lnnrættur að skilda ykkur til að nota Racebensín. Mín hugmynd er aðallega að menn hafi val um hvort þeir vilji nota race eða einhvað annað. Þannig td í einum Turbo flokk væri það leift. Þá gætu þeir sem vilja vera á keppnisbensíni verið á því og hinir í öðrum Turbo flokk.

Ég hef nefnilega verið haldin ( virðist vera) þeim misskilngi að þetta sé keppnissport.

Kv. teddi@racebensín.com

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
RS flokkur - reglubreyting
« Reply #22 on: September 26, 2007, 12:29:05 »
Stjórnin þarf að funda um hverjir eiga að koma að þessu,Nóni ræður þessu ekki einn og getur ekki bannað þér að vera með.

Er stjórnin búin að ræða þetta og skipa menn í nefndina?

Þó Teddi vilji race bensín þá endar sú ákvörðun sem aðrar alltaf hjá félagsmönnum á aðalfundi,engin ástæða til að útiloka hann.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
RS flokkur - reglubreyting
« Reply #23 on: September 26, 2007, 18:53:15 »
Réttast væri að stjórnin auglísti eftir fólki í þetta og svo myndu áhugasamir senda inn umsókn í email og stjórnin svo velja úr því á fundi.

Just my 2cents
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
RS flokkur - reglubreyting
« Reply #24 on: September 26, 2007, 20:30:39 »
Bíddu Teddi, þú verður að lesa það sem ég skrifaði.

Ég skrifaði.........

"En Teddi minn, ef þú verður í þessari nefnd þá verður reisbensín frá ykkur skylda í öllum flokkum :lol: "


Ef þú skilur þetta ekki sem létt skot á þig þá þarftu hjálp frá öðrum en mér.  Gerðu það fyrir mig, farðu nú ekki að gera þetta persónulegt bara af því að þú ert eitthvað súr út í mig.


Frikki er hins vegar með þetta á hreinu því að ég get engum bannað að vera í nefndinni.  Það vantar hins vegar sýnist mér breytinguna á lögunum inn á netið, ég man ekki hvernig á að velja eða kjósa í þessa nefnd.  Frikki ert þú ekki með tillöguna eins og hún var samþykkt.


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
RS flokkur - reglubreyting
« Reply #25 on: September 26, 2007, 22:01:59 »
Quote
Nefndin skal skipuð minnst 3 og ekki fleirum en 5 mönnum ,sem ekki sitja við stjórn KK á því tímabili, völdum af stjórn klúbbsins til tveggja ára í senn.


þar höfum við það :)

Quote from: "Nóni"
Sett fram af Friðrik Daníelssyni



Núverandi:

7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að laga eða reglubreytingum í fundarboði til aðalfundar.

 

Breytingar:

 

7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna.

Tillögum að reglubreytingum skal skila inn til nefndar sem fer yfir tillögur að breytingum eða kemur með tillögur sjálf til reglu eða flokkabreytinga.

Tillögur skulu berast nefndinni skriflega  fyrir 5 Janúar hvers árs.

Nefndin skal skipuð minnst  3 og ekki fleirum en 5  mönnum ,sem ekki sitja við stjórn KK á því tímabili, völdum af stjórn klúbbsins til tveggja ára í senn.

Þessi nefnd skal þar næst að boða til fundar með keppendum í þeim flokkum sem lagt er til að breyta til að rökræða tillögur eftir að fresti til að skila inn tillögum lýkur.

Þær tillögur sem nefndin samþykkir þarf svo að kjósa um á aðalfundi
.
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline fordfjarkinn

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 240
    • View Profile
RS flokkur - reglubreyting
« Reply #26 on: September 27, 2007, 12:30:01 »
TTíííhííhíí. Jæja Nóni minn Náði ég nú að hrista aðeins upp í þér. Ég var nú bara að athuga hvort ég kæmi ekki smá hita í leikinn. Ég vona að þú hafir ekki brætt úr neinu. Nó hard fíling.  :D
Ég er ekkert sérstaglega piraður út í þig frekar enn aðra sem að þessum málum koma.
Ég er aðallega að pirrast út í reglurnar svona yfir höfuð og bið ég bara afsökunar á því ef það tekur þetta einhver til sín.
Mér finst nú að það mætti laga smá til  í fjögra cyl flokkunum. Hafa annan td aðeins harðari en hinn .Svona meira keppnis. Hinn væri þá svona nær götuni með aðeins stífari reglum.
Ég hef reindar mitt álit á OF flokknum líka enn ætla að láta það liggja milli hluta í bili fyrst að það eru allir að springa úr hamingju með hann.
KV TEDDI.

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
RS flokkur - reglubreyting
« Reply #27 on: September 27, 2007, 14:12:42 »
Teddi, ég verð nú því miður að viðurkenna að ég er sammála þér að hluta til  :lol:

Ég væri til í að sjá þennan 4cyl opna flokk sem ég var eitthvað að röfla um í fyrra :)  Ég VEIT um nokkra bíla sem myndu demba sér beint í þann flokk.  Vonandi kemst inn einn svoleiðis í vetur og svo sjáum við bara til næsta sumar hvort það næst þáttaka í svoleiðis flokk. :)

Ég er nú sæmilega bjartsýnn á að sá flokkur verði til eða einhver útgáfa af svoleiðis flokki :)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
RS flokkur - reglubreyting
« Reply #28 on: September 27, 2007, 15:13:07 »
Það þarf ekkert endilega að breyta flokki,bara koma með nýjann,ef mönnum líkar hann þá verður fullt af keppendum í honum,simple as that.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
RS flokkur - reglubreyting
« Reply #29 on: September 27, 2007, 21:22:58 »
Einmitt Frikki, það hafa ekki margir keppendur kvartað.  Það hefur verið góð þátttaka í þessum flokkum í sumar.

Teddi, þú náðir mér. Mér finnst þetta stundum erfitt líka :lol:

Við erum búnir að ræða þetta nokkrum sinnum að koma með flokk fyrir litlar vélar með mikið páver.


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Árni Hólm

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 45
    • View Profile
RS flokkur - reglubreyting
« Reply #30 on: September 28, 2007, 17:48:57 »
er ekki betra að leifa race bensín í sem flestum flokkum meðan ekki er athugað í eða strax eftir kepnir hvort menn eru að nota það.

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
RS flokkur - reglubreyting
« Reply #31 on: September 28, 2007, 17:55:04 »
Quote from: "Árni Hólm"
er ekki betra að leifa race bensín í sem flestum flokkum meðan ekki er athugað í eða strax eftir kepnir hvort menn eru að nota það.

Er ekki betra að fara bara að taka strangar á því? :)  Að kaupa kit og taka þessi check..   Ég er frekar til í það..   Ekki breyta reglum því "enginn fer eftir þeim hvort eð er"..  það er bara heimskulegt..
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488