Sælir félagar,
það geta svosem allir sem vilja tekið sig saman og kallað sig reglunefnd. Það er nú svo að allir félagsmenn meiga koma með tillögur að reglubreitingum skriflega og rökstudda 2 -3 vikum fyrir aðalfund. Þannig að það má segja að allir félagsmenn geti staðið vörð og þróað keppnisreglurnar.
Það sem stendur upp úr er að það þarf að samþykkja tillögu á aðalfundi svo sú breyting verði. Gott mál það.
Kvartmíla.is er frábært tæki til að koma fram með tillögur tímanlega fyrir Aðalfund svo aðrir félagsmenn sjái þær og geti gagnrínt,tekið síðan afstöðu.
Hér áður fyrr.......
Það kom fyrir hér áður fyrr (áður en lögunum var breytt) að borin var upp einhver tillaga á Aðalfundi, sem engin hafði séð áður, og svo var spurt ertu með eða móti eftir ca.1nar minótu umhugsun. þá fóru Aðalfundirnir í riflildi. Útkoman: sumir hættu sumir mættu ekki í mörg ár, nokkrir í fílu ofl. þh.. Svona lagað gengur auðvitað ekki.
Eitt sinn var einhver reglunefnd sett á koppinn og fékk þessi nefnd fullan rétt til þess að breyta reglunum eftir sínu höfði 3 kallar úr K.K. Útkoman varð sú að Sandspyrnureglunum var rústað og aldrey var keppt eftir þessum reglum og ekki var keppt í Sandi í 3 ár!!!
Bara svona að benda á það að fara varlega í reglubreytingar.
kv.GF.