Fólksbílaflokkur:
1. Ökutæki skal vera skráð sem fólksbíll.
2. Aðeins ein drifhásing. Fjórhjóladrifin ökutæki fara í jeppaflokk.
3. Hæðarmunur fremst og aftast á síls má ekki vera meiri en 10 cm.
4. Hámarks hæð hjólbarða skal mælast 33".
5. Í ökutækjum sem eru þaklaus, með blæju eða með plast húsi skal vera veltibogi.
6. Ökutæki sem fari hraðar en 5,49 sek. skulu hafa veltiboga og ökutæki sem fari hraðar en 4,99 sek. skulu hafa veltibúr.
7. Öll ökutæki sem fari undir 5,99 sek. hafi 5 punkta öryggisbelti.
8. Fjarlægja má innréttingu úr ökutækjum sem eru með veltibúr.
9. Óheimilt er að fjarlægja boddýhluti af eða úr ökutækjum, hvorki fyrir eða á meðan keppni stendur yfir, þar með talið vélarhlíf, hurðir og önnur lok.
10. Hjólbarðar skulu vera viðurkenndir af löggildri skoðunarstöð, óskornir og standi ekki út fyrir óbreytta brettabrún.
má nota nitro í þessum flokk?
þarf bíllinn að vera á númerum?
og er alveg bannað að vera með smá brettakanta að aftan?
vona að ég komist í þennan flokk frekar en útbúinn fólksbílaflokk