Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Úrslit úr síðustu keppni til íslandsmeistara

<< < (2/3) > >>

johann sæmundsson:
Modified Standard=MS metið er 11,58 sett 1980.

Nú er þetta kallaður nýr, gamall , flokkur.
Stendur metið þá ekki.

kv jói

cv 327:

--- Quote from: "johann sæmundsson" ---Modified Standard=MS metið er 11,58 sett 1980.

Nú er þetta kallaður nýr, gamall , flokkur.
Stendur metið þá ekki.

kv jói
--- End quote ---
Ef flokkurinn er eins eða mjög svipaður. þá finnst mér það rétt.
Hver setti það met og á hvaða bíl?

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Þegar ég skrifaði reglur fyrir þennan flokk í fyrra, þá notaði ég til hliðsjónar það sem ég mundi af gömlu MS/reglunum.
Samt sem áður er þessi flokkur tölvert breyttur frá því sem MS flokkurinn var.
Til að mynda þá voru gefin forskot í gamla MS, sem eru ekki í þessum.
Svo er náttúrulega allt önnur þyngdarmörk í þessum flokki.

Mér fannst bara skemmtilegt að halda merki þessa flokks á lofti, því að í honum var margt leyft eins og í þessum flokki og svo er hann líka stílaður inn á svipaða bíla en með starti á jöfnu.

Mér finnst persónulega að gamla MS metið eigi að fylgja þeim flokki og að nýtt met komi í þennan þar sem að hann er það mikið breyttur í öllum aðal atriðum frá þeim gamla, þó svo að hann hafi verið hugsaður með það fyrir augum að höfða til sama/svipaðs hóps og sá gamli og líka svipaðra bíla.

Leyfum nýju meti að þróast og þá líka leyfum Jóa að halda sínu gamla sem að hann á skilið. =D>

johann sæmundsson:
Takk fyrir viðbragðið félagar, en það er góð mynd af Chevelluni á
þræðinum Kapelluhraun i gamla daga, hún er með spons frá Strikinu.

Hvað er annars að frétta af Oldsvöllum, ég er mjög spenntur fyrir
svona verkefnum.

Gömlu reglurnar voru þannig að við máttum smíða 396 Chevy,
426 Hemi Belveder, 428 Mustang, ótakmörkuð tjúning.
Bílarnir urðu að vera stock að öðru leiti.
Gírkassar af réttri tegund og hásingar.

Annars til hamingju keppendur með árangur sumarsins.

KV JÓI

cv 327:
Og slikkar leyfðir?
Verkefnið að Oldsvöllum (takk fyrir nýja staðsetningarnafnið, alveg snilld ) :D mjakast áfram, bíð eftir boddíhlutum að utan. Set kanski myndir bráðum í "Bílarnir og græjurnar" dálkinn.
Kv Gunnar B.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version