Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Sunnansandur.

<< < (6/11) > >>

Jón Þór Bjarnason:
Kæru félagsmenn formleg umsókn til LÍA um að fá að halda sandspyrnukeppni er lögð af stað til þeirra.

haddi:
Sælir.
Ekki virðist vanta áhuga hjá keppendum að taka þátt í sandspyrnu hér fyrir sunnan. Ég er allveg sammála mönnum um að láta reyna á að fá leyfi fyrir sandi. Ekki vantar áhugan á þessum bæ.
Kv. Hafliði Guðjónsson

cv 327:

--- Quote from: "Nonni_Bjarna" ---Kæru félagsmenn formleg umsókn til LÍA um að fá að halda sandspyrnukeppni er lögð af stað til þeirra.
--- End quote ---

 Góðir strákar. :smt041
Ef þetta er að sranda á þessari umsögn trekk í trekk, en öll skilirði uppfyllt, sé ég ekki neitt annað en að leggja inn stjórnsýslu-kæru á hendur þeim sem ekki vilja gefa umsögn. Hefur það eithvað verið hugsað?
Baráttukveðja Gunnar B.

Gretar Franksson.:
Sælir, eru málin í réttum farvegi? Á ekki að sækja um keppnisleyfi til Lögreglustjóra og greiða síðan til sýslumanns gjald.  Það er svo aftur Lögreglustjórans að fá þessa umsögn ef hann telur sig knúin til þess.  

Ég hef margoft sótt um keppnisleyfi fyrir K.K. bæði sand og milu. Alltaf til lögreglustjórans.  Mér sýnist að Hr. Sturla Böðvars fyrverandi ráðherra hafi bætt enn einni skrautfjöðrinni í sinn hatt og gefið út reglugerð handa LÍA sem stóðst ekki stjórnarskrá né annað boðlegt jafnræðisreglu líðveldissins. Enda var þetta rekið til baka af umboðsmanni Alþyngis.

Eftir það var klórað í bakkan og þetta látið heita umsögn sem LÍA á að gefa út. Lögregglustjórinn gefur alltaf út leyfið sjálft.  Bíst við að hann hafi þetta nokkuð í hendi sér hversu alvarlega eða nauðsinlega hann telur þessa umsögn vera frá LÍA.

Við vitum það allir sem höfum verið í þessu árum saman að LÍA hefur ekkert sérstakst vit á þessu.  Það vorum við sjálfir sem tókum út þessa svokölluðu LÍA skoðin hér á árum áður, þeir hirtu bara sitt LÍA gjald.

Hvaða vinnubrögð eru það að meina einu félagi að keppa vegna þess að viljum ekki láta kúga okkur undir LÍA. Þetta bara gengur ekki og hlítur að verða leiðrétt af þeim sem hafa valdið. (Lögreglustjóra og ráðherra)

Bara svona að skerpa á sögu málana.
kv.GF

Halldór H.:
Sælir

Er eitthvað að frétta af leyfismálum hjá ykkur?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version