Sælir félagar.
Þetta er rétt tímaröð á Pinto-num hans Leifs.
Fyrst er hann í eigu Gylfa Pálssonar (pústmann) sem að smíðaði bílinn í upphafi, og málaði hann hvítann/rauðann/bláann. Þá var 351 Cleveland mótor í honum.
Síðan keypti Sigurjón Haraldsson bílinn og setti í hann 396 Chevy og síðar 355cid vél.
Sigurjón lét mála bílinn bleikann og notað sömu randir og litasamsettningu og var á Chevrolet Beretta bíl sem að keppti í Super Gas flokki hjá NHRA og var með letrið "SHOW AND TELL" á hliðinni.
Ég horfði á þann bíl brenna árið 1990 á Gatornationals í Gainsville í Florida.
Grétar Jónsson keypti bílinn af Sigurjóni málaði hann Gulann og setti að mig minnir 427 BBC í hann.
Leifur keypti bílinn síðan af Grétari og já það vita allir um framhaldið.
Hvað varðar Pinto-inn á myndinni hjá Mach-1 þá er það ekki sami bíllinn.
Ég tók þessa mynd á bílasýningu KK sennilega á árunum einhverstaðar á milli 1985-7 og þá átti kunningi minn bílinn sem að þá var með 302cid og sjálfskiptur.
Þessi bíll var síðan eyðilagður af einhverjum bjánum sem voru að reyna að nota hann sem torfærutæki.
Hann endaði í brotajárnshaugi við hliðina á Kvartmílubrautinni eins og svo margir aðrir.
Pinto-inn með Turbo dotið var síðast (eftir því sem mínar heimildir segja) vestur á fjörðum.
Hvort að hann er ennþá til er síðan annað mál.