Author Topic: Isuzu Trooper 1999  (Read 1866 times)

Offline Olli

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 207
    • View Profile
Isuzu Trooper 1999
« on: September 17, 2007, 17:55:56 »
Til sölu Isuzu Trooper 1999 árgerð, 3ja lítra dísel.  Ekinn 223.000 km.  Er á tveggja ára gömlum 32” BFGoodrich All-Terrain dekkjum, upprunalegar 16*7” felgur.

Bíllinn þarfnast aðhlynningar.  Það er búið að skipta um spíssa í vélinni og búið að setja nýja olíudælu í hann, samt blandar hann hráolíu út í smurolíuna.  Ingvar Helgason ehf. ræður ekki við að gera við þetta, kannski getur einhver lagað þetta eða notað bílinn í varahluti.

Það sem er nýtt eða innan við ársgamalt eru spíssarnir, ný eldsneytisdæla sem dælir inn á common railið, Koni demparar og rafmagnsdrifið útvarpsloftnet.  Ég á öftustu sætin í hann, en þau eru ekki fest í og hafa ekki verið síðan ég eignaðist bílinn.  Ég læt geisladisk fylgja með sem inniheldur viðgerðarmanual frá Isuzu á pdf-formi, alls um 11000 síður þar sem hægt er að finna hvernig gera skal við hlutina.

Ég hef ekki aðstöðu eða þekkingu til að gera sjálfur við bílinn og ætla því að selja gripinn.  Hefur annars reynst mér vel, gott að ferðast á honum og hann dregur heilt h&#☺íti.  

Verðhugmynd eru kr. 300.000.

Upplýsingar veitir Guðjón í síma 897-9985.
Kv Olli

Ford Mustang 1966  --  R289  --  (í uppgerð)  :::  15.585@90.40mph  :::
Volvo XC70 ´02 .. 2.4T
Volvo 850 ´95 ..  2.5 20v
Volvo F88 ´77 .. 10hjóla ;)
Ford Econoline 1979 351w  --  R3884  -- (Seldur)
Mustang ´98 GT   --  Cobra powered  --  (