Takk fyrir skemmtileg og fróðleg svör, sjálfur veit ég eitthvað um vélar, þ.e.a.s. virkni þeirra, hvað hitt og þetta heitir, en hef bara ekki vit á því hvað er gott og hvað ekki. Maður hefur bara "þumalputtaregluna".
Ég gerði einu sinni upp vél úr Pontiac TransAm með félaga mínum, það var 305. Við skiptum um flesta slitfleti, við pössuðum að kynna okkur allt vel og reyndum að gera þetta skynsamlega. Það var mjög gaman og góð reynsla.
En mig langaði bara að segja ykkur að ég er búinn að festa kaup á 302 úr Bronco Sport ár. '74. með henni fylgir C4 skipting.
Mér skilst að skiptingin sé í góðu ástandi, hefur einhverntímann verið upptekinn. Ég fékk þetta á góðu verði held ég (45þús.), vélin er eitthvað notuð og ég er eiginlega búinn að ákveða að taka hana í frumeindir og skipta um allar legur o.s.frv. Mig langar að gera þetta vel og bara taka góðan tíma í þetta. Vélin er með Edelbrock 289 Performer milliheddi og einhverjum 4ra hólfa blöndung sem ég þekkti ekki (né eigandinn).
Ég á örugglega eftir að skoða slaglengri sveifarás, þannig að ef þið viljið deila einhverjum sniðugum uppplýsingum, þá endilega látið vita!
Mig langar rosalega mikið að skoða innspýtinu fyrir vélina frá Edelbrock, ég las á einhverri síðu þar sem bronco eigandi hafi sett svoleiðis í hjá sér og hann var mjög ánægður. Fékk minni eyðslu og skemmtilegri "hegðun".
Vitiði til þess að einhver sé með svipað í bíl hérna á klakanum og hvernig það er að koma út?