Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Camaro 1970 E-731 Screaming Eagle

(1/3) > >>

Fenýlalanín:
Veit einhver söguna af þessum..  

Moli:
jahhhh... hann endaði allavega á því að verða rifinn!

57Chevy:
Þessi var hér á Skaga. Sá sem sprautaði bílinn og málaði myndirnar heitir Gunnar, algjör listamaður í höndunum, þó hann hafi ekki nýtt það í þessum tilgangi lengi. Hann er samt kominn með bíl í hendurnar núna og maður bíður spentur eftir að sjá hvað kemur út úr því.
Hann ætlar að skrá sig hér á spjallið og fræða okkur um bílinn og setja inn fleiri myndir.

keb:

--- Quote from: "Moli" ---jahhhh... hann endaði allavega á því að verða rifinn!
--- End quote ---


Verð reyndar að leiðrétta Mola aðeins - gerist sennilega ekki oft.
Bíllinn var rifinn það er rétt en bodyið var selt til Grindavíkur þar sem kviknaði í því á dularfullann hátt fyrir utan húsið þar sem eigandinn átti heima.

Ég frétti ekki af þessum eftir það.

HK RACING2:

--- Quote from: "57Chevy" ---Þessi var hér á Skaga. Sá sem sprautaði bílinn og málaði myndirnar heitir Gunnar, algjör listamaður í höndunum, þó hann hafi ekki nýtt það í þessum tilgangi lengi. Hann er samt kominn með bíl í hendurnar núna og maður bíður spentur eftir að sjá hvað kemur út úr því.
Hann ætlar að skrá sig hér á spjallið og fræða okkur um bílinn og setja inn fleiri myndir.
--- End quote ---
Man eftir þessum fyrir utan skemmuna hjá Pabba,gott ef hann var ekki vélarlaus þá,kallinn á mynd af honum einhverstaðar á góðum stað.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version