Mér sýnast þetta vera þessi fínu spyrnudekk
kv
Björgvin
Þetta minnir mig á söguna af 390 67 Akureyrar-Mustanginum. Þegar Babi Mr. Four Speed átti hann fóru þeir félagarnir (giska á að Túri Boga hafi verið shotgun-megin) á tækinu á ball í Húnaver. Töngin var þá á búin breiðum vetrardekkjum. Þessi búnaður vakti athygli í dreifbýlinu, jafnvel svo að sprækir menn veigruðu sér ekki við að skríða undir tækið og skoða up close.
Einn Siglfirðingur sem það gerði, skreið undan Tönginni og hrópaði opinmæltur til félaga sinna: "Nau, nau strákar, hann er á vetrarslikkum!"