Aðeins meira um túrkísbláa (síðar svarta) 68 Chargerinn:
VIN: XP29G8B237217. Fast númer AA808. Smíðaður í samsetningarverksmiðju Chrysler í Hamtramck í Michigan fylki í janúar 1968. Upphaflega túrkísblár m. hvítu þaki. 383 2-ja hólfa. A-727. Ingvi Ö. Stefánsson þá síðar eigandi Tommahamborgara átti bílinn. Hann er sennilega klessukeyrður eftir götuspyrnu við Mustang á Akureyri. Í kringum 1974 er eigandi stórtenórinn Kristján Jóhannsson. Árið 1977 er eigandi Þorsteinn Ingólfsson 10" (STÓRI bróðir Gunnþórs) og hann sprautar bílinn svartan (sjá mynd hér að ofan A-5050). Næstu eigendur eru Gunnar Hallgrímsson sem lætur mála þakið svart, og plussklæðir hann að innan í rauðu og gulgrænu, og Snorri Jóhannsson, um 1982, sem setur 413 vél í hann. Síðasti eigandi á Akureyri er Einar Gylfason. Frá Akureyri virðist bíllinn fara til Þingeyjarsýslu (Þ-1507), og þaðan til Hafnar í Hornafirði þar sem Jón Árni Jónsson Bogaslóð 18 átti hann. Þaðan fer hann til Egilsstaða þar sem Sigurður Ágústsson Superbee kaupir bílinn og flytur til Akureyrar. Svo eingaðist Maggi Einarss bílinn og svo fór hann aftur á Austfirði uns hann er núna að því er virðist á Esjumel. Vonandi er þessum drætti á milli landshluta þar með lokið og að bíllinn verði sómasamlega endurreistur.
Err