Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

myndaflóðið þessa dagana

<< < (8/8)

Guðmundur Björnsson:
Góða kvöldið,er nýr hér á spjallinu en gamall í hettuni!!
Mig langar tjá mig aðeins um þessa F-body bíla.

Myndin af rauðu 75 formula 350 sem er tekinn hjá bílssýningu BA ,ca 81 var fluttur inn miðja des. 1978 þá hvít með svartna víniltop á orginal rally felgum og rauður að innan með 350 pontiac , auto og bara flottur!
Síðan málaður rauður +krómf. Síðan var hann málaður svartur með gylta gluggalist.Ég eignast hann vorið 85 og sel um haustið 86.
Ég held að þessi bíl sé til uppí grafarvogi í uppgerð.
Fastanr.á bíllum FF163  og vin 2u87e5n530650
Gaman væri að sjá fleiri myndir af honum.



A-202 á myndini er z/28 árg 81 með 350,auto og öllum búnaði sem í boði var.
Mér bauðst hann til kaups sumarið 84 en þá var hann keyrður um 18.000
og tísti ekki í honum.Strákurinn sem átti hann var að far spila og þjálfa fótbolta í
færeyrum og gat ekki notaðan þar.Ég hafði ekki tök ´að verzla.
Það var bílasali sem að kaupir og situr hann á no.R771, hann stóð lengi í skipholtinu beint á móti radíóbúðin ,síðan birtist hann í Álfheimum fyrir um 8 árum séðan
það er strákur sem heitir Tryggvi á hann.Ég gæti trúað því að þessi bíl sé ekki mikið ekin.Hvaða ár er þessi mynd tekinn?

KV gbb

íbbiM:
wow.. þá veit ég alveg hvaða bíll þetta er, hvað ætli hafi orðið um hann?

johann sæmundsson:
Þetta var kanski verkstæðiðsbíllin hjá Bílamálun Hallgríms.
Það var Z eitthvað fjórir í gólfi en alltí lagi.

Nýyrðið "birðahald" var fundið upp af "lærðum" á þessum tíma
þannig að oft þurfti að ná í efni á miðjum degi.

Sem dæmi .5l af einhverju, teiprúllu o.s.f.

Það var ekki ónýtt að skreppa í RVK úr HF á þessum bíl,
þá var ekki verið að tala um eitthvað reyklaust farartæki.


kv. jói

johann sæmundsson:
Á föstudögum var Snorrabrautin krúsuð og ein blá Nunna tekin með.

Jón Rúnar:
Þessi er á Egilstöðum og er væntanlegur til Akureyrar.

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version