Author Topic: Toyota Carina E 1993  (Read 1601 times)

Offline Toto-oya

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 1
    • View Profile
Toyota Carina E 1993
« on: September 09, 2007, 14:00:33 »
Var að fara yfir í skutbíl fyrir barnadótið (þó að skottið í Carinunni hafi nú náð að taka það mestallt) og er því að selja Carinuna.

Hefur farið samviskusamlega í smurningu þessi fimm ár sem ég haf átt hann. Lakkið þarf aðeins að laga á nokkrum stöðum.

Annað er í góðu lagi, skipt um bremsudælur að aftan í fyrra og fleira gert hjá Toyota umboðinu.

Ekinn 252 þúsund, mest innanbæjar með staka ferðum um Suðurlandið. Var notaður sem brúðarbíll og sómdi sér vel í því. Verið notaður

sem fjölskyldubíll og því ekki tekið þátt þegar guttar á ljósum gefa illt auga og spyrna áfram... sem hefur komið oft fyrir. Frúnni

fannst það ekki fyndið.

Fyrir utan lakkið á stöku stað ætti gripurinn að vera ökuhæfur nokkur ár í viðbót.

Með honum fylgja sumardekkin á felgum undir honum, og að auki 3x vetrardekk á felgum plús aukafelga (dekkið sem var þar er farið).

150 þúsund fyrir kostagrip sem með smá ást ætti að gera næsta eiganda stoltann.

Síminn er 693 1914.

-Árgerð 1993
-Tengikrókur
-Hátalarar í framhurðum og afturhurðum
-Geislaspilari með snúanlegum og fjarlægjanlegum fronti (+ hulstur fyrir front)
-1998 cc
-133,3 hestöfl
-vindskeið að aftan
-plasthlíf á húdd fylgir með
-litað gler hjá farþegum og afturrúða
-skipting upptekin fyrir 60þ km síðan