Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
1986 Transam í uppgerð
Nonni:
Undanfarin ár hef ég hægt og rólega verið að gera upp 1986 árgerð af Pontiac Firebird Transam. Hérna eru nokkrar myndir af greyinu:
Heddportun:
snyrtilegur
Hvaða vél er í honum og breytingar?
Nonni:
GM performance ZZ383, Hooker 2210 flækjur, TH700R4 Raptor skipting (sem á að þola 600 hp og 600 tq sem er algjört overkill) og síðan á ég von á að fá aðeins sterkari afturhásingu. Grindartenging frá UMI performance er komin í hús og verður soðin í fljótlega og hann er kominn með Wonderbar frá sama framleiðanda.
Annars þá eru í honum svört leðursæti úr 2002 WS6 Transam og hann verður á 16" orginal felgum (í stað 15" sem eru á myndinni).
Bíllinn fer vonandi á götuna næsta vor (ef ég verð ekki þeim mun latari í skúrnum í vetur).
chewyllys:
Flottur,væri gaman að sjá þennan á 1/4 míluni næsta sumar !!! :wink:
Nokkuð örugt að þessi skifting haldi.Hvað er mótorinn að skila ??
Nonni:
Þessi bíll er settur upp sem götubíll, með dual plane milliheddi, 3.50 hlutföll, 2500 stall og verður ekkert á svakalegum dekkjum (líklegast 245 eða 255 á 16" orginal felgum).
Með ekkert svakalegum breytingum (annað millihedd, slikkar að maður tali nú ekki um hlutföll og stall...) væri hann betur settur upp fyrir 1/4 míluna en það er ekki planið núna.
Með single plane milliheddi og 750 blandara er hún gefin upp 425 hp og 460 lf.ft, ætli hún ætti ekki að vera í kringum 400 með mína uppsetningu. Skiptingin ætti því að duga og rúmlega það.
Það gæti samt vel verið að maður mætti á einhverjar æfingar til að leika sér aðeins.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version