Author Topic: Hvernig vél í Bronco '73?  (Read 6612 times)

Offline sverrir_d

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 13
    • View Profile
Hvernig vél í Bronco '73?
« on: June 23, 2007, 20:42:28 »
Góðan daginn,
Ég er alveg nýr hérna en ég festi fyrir stuttu kaup á Bronco árg. '73. Mig langar að setja skemmtilega vél og skiptingu í hann. Ég er mikið að spá í hvað ég á að setja í hann, ég hef lítið vit á hvað er gott og hvað ekki en hef þó smá reynslu af vélum og viðgerðum. Ég hef verið að spá í 302 og setja eitthvað sniðugt á hana. Ég var að skoða innspýtingarkit frá Edelbrock og langaði að spyrja hvort að einhver hafi reynslu af því og/eða hvort að þetta sé sniðugt? Mig langar ekki að hafa jeppann leiðinlega framþungann, ég væri til í að skoða eitthvað létt dót en eitthvað sem skilar góðu togi.

Er ekki mikill þyngdarmunur á 351 og 302?
Ætti ég að vera að skoða dót úr áli og fleira "flott" dót?
Þetta er algert framtíðar project og hugmyndir eru að taka body'ið af grindinni, taka það rækilega í gegn og grindina einnig, mig langar að gera þetta almennilega!

Með von um skemmtileg svör,
Sverrir Daði Þórarinsson

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Bronco
« Reply #1 on: June 23, 2007, 21:52:07 »
Munurinn á 302 og 351W er ekki mikill í þyngd, hægt að gera báðar vélarnar mjög skemmtilegar án mikillar eyðslu. 351W er léttasta V8 vélinn miðað við vélar í sambærilegu rúmtaki og 302 er léttari. Á til 4v millihed af 351W og það vigtar slétt 30kg svo það má létta vélina slatta með ál-milliheddi. Sértu að spá mikið í þyngdina var til sölu um daginn Trefjaplast boddy af Bronco með öllu (hurðar og sfr) sem er snilld til að gera bílinn léttan og sleppa við rið, létta hann efst og fá betri eiginleika. Veit ekki hvað svona innspýting gerir en rétt upp settur mótor er að ég  held aðal málið og réttur blöndungur er mikið atriði. Gangið þér vel með verkefnið.

Offline sverrir_d

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 13
    • View Profile
Hvernig vél í Bronco '73?
« Reply #2 on: June 23, 2007, 22:42:54 »
Já, takk fyrir þetta, ég held að í framtíðinni þá fari ég nú í plastið. Er 302 og 351 ekki basically sama blockin nema 351 meira boruð? Eru svona 4v hedd ekki dýr? Þannig að ég ætti bara að halda mig við blöndung? Ég hef alveg rosalega mikin áhuga á þessu og ég er nánast hættur að sofa vegna endalausra hugmynda sem ég fæ þegar ég er að reyna að sofna!

Hvað með tog? Er það rétt að það séu þungir hlutir sem framkalla tog eða er það bara bull? Félagi minn sagði að ég ætti ekki að leitast til að vera með létta vélarhluti (stimpilstangir o.s.frv.) því þá myndi ég ekki fá mikið tog. Ég hélt einmitt að það væri til góðs að vera með létta hluti, vélin yrði sneggri og næði meiri snúning.

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Vél
« Reply #3 on: June 23, 2007, 23:06:06 »
Létt slagstutt vél er snögg og á heima í þannig græjum og togar kannski minna fyrir vikið, ein mjög öflug vél sem var í Flúðasveppað-Camaronum snérist max 3500rmp, bara afl á lágum snúning. 351W er líka slaglengri en 302, blokkin er rúmri tommu hærri og þar af leiðandi verður milliheddið breiðara. Í vél sem þú villt láta toga vel þarftu ekki hedd sem flæða mikið, ekki stóra ventla né stífa gorma, bara góðan tog-knastás og þú færð lága eyðslu og skemmtilegt afl. Vissi um stóran 44" Blaser með 427 vél sem eyddi þetta 45-50l, eigandin skipti um knastás, setti tog ás, fékk sömu virknin í bílinn og sparaði rúma 10l á hundraðið. Þori ekki að fara með hvort menn eigi að vera að eltast við þung svinghjól til að auka tog en þyngdin á svinghjólinu skipir miklu í t.d torfæruhjólum, þekki ekki hvort það hafi áhrif á bílvélar , hvort þyngdin skiptir þar tilfinnanlega einhverju.

Offline sverrir_d

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 13
    • View Profile
Hvernig vél í Bronco '73?
« Reply #4 on: June 23, 2007, 23:46:27 »
ok, takk fyrir þetta.  :wink:

En hvernig er þá ás sem er góður fyrir tog, er hann eitthvað þyngri og/eða slaglengri? Er maður ekki að fá togið með slaglengd?

Afsakaðu allt spurningaflóðið..... :oops:

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
ás
« Reply #5 on: June 24, 2007, 01:56:19 »
meiri slaglengd er oft uppskift að meira togi en ég var raunar að tala um knastás ekki sveifarás. Knastásinn stjórnar opnun  ventlana og ræður miklu um gang/virkni vélarinnar. Knastásarnir  eru oftast gefnir upp fyrir ákveðið vinnslusvið sem er t.d ástæða þess að menn hafa convertera sem eru "stallaðir" á háum snúning, þá er vinnslusvið vélarinnar kannski frá 4500-7500rpm sem dæmi og þú villt geta sleppt því að láta bílinn fara af stað á einhverju vinnslusviði sem bíllin virkar ekki á, samanber að togás hefur missir kannski mesta aflið þegar hann er kominn á háan snúning en vinnur best frá 1500-3000rpm. Svo er hægt að fá "stroker" sveifarása sem gera vélina slaglengri og stærri í rúmtaki, það virkar líka mjög vel hvort sem menn eru að ná torki eða afli sem er jú sami hluturinn að mörgu leiti.

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
ás
« Reply #6 on: June 24, 2007, 02:05:56 »
Heitur ás er ekkert "heitu" hann er bara kallaður heitur sökum þess að knastarnir eru mis brattir og eru þessar gráður sem ásarnir eru gefnir upp í hallinn/brattinn á knastinum, hallinn er meiri og ventillinn stendur full opinn lengur en sá sem er ekki eins "heitur" því hann opnast hraðar og getur því staðið opinn lengur full opinn og lokast svo einnig hratt til þess að stipillinn banki ekki í hann þegar henn kemur upp aftur, hef skilið það þannig að stífari gormar séu til þess að tryggja að ventillinn lokist með sama bóti og knastásinn segir til um, fari ekki frá honum og verð of seinn að loka þegar allt er á þáa snúningnum. Ég er nú samt bara vélvirki sem þessi best til skipavéla, vona að ég fari með rétt mál

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Hvernig vél í Bronco '73?
« Reply #7 on: June 24, 2007, 03:10:46 »
Innspýting er það sem vekur svona mótora til lífsins bæði með throttle respons og mun minni eyðslu

Kanstásinn er gefinn upp í gráðum af snúning sveifarás þ.e. hversu lengi ventilinn er opinn,ef þú vilt bera saman 2 ása þarftu að vita liftuna t.d við 050 og 006 á báðum til að bera saman opnunarhraða en þú hefur ekkert með það að gera í þessu tilfelli

þegar talað er um heitan ás er verið að powerbandið sé fært töluvert ofar en standart(stock vélin),en þá eru kambarnir stækkaðir og lengur opnir af snúningi sveifarás og verður á til þetta popp hljóð en það er þegar báðir ventlar eru opnir samtímis,mælt í gráðum

Í jeppa gildir að hafa powerbandið í því snúningssviði sem vélin mun vera keyrð á þ.e. "Tork ás"
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline sverrir_d

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 13
    • View Profile
Hvernig vél í Bronco '73?
« Reply #8 on: July 20, 2007, 00:33:19 »
Takk fyrir skemmtileg og fróðleg svör, sjálfur veit ég eitthvað um vélar, þ.e.a.s. virkni þeirra, hvað hitt og þetta heitir, en hef bara ekki vit á því hvað er gott og hvað ekki. Maður hefur bara "þumalputtaregluna".  :)
Ég gerði einu sinni upp vél úr Pontiac TransAm með félaga mínum, það var 305. Við skiptum um flesta slitfleti, við pössuðum að kynna okkur allt vel og reyndum að gera þetta skynsamlega. Það var mjög gaman og góð reynsla.

En mig langaði bara að segja ykkur að ég er búinn að festa kaup á 302 úr Bronco Sport ár. '74. með henni fylgir C4 skipting.
Mér skilst að skiptingin sé í góðu ástandi, hefur einhverntímann verið upptekinn. Ég fékk þetta á góðu verði held ég (45þús.), vélin er eitthvað notuð og ég er eiginlega búinn að ákveða að taka hana í frumeindir og skipta um allar legur o.s.frv. Mig langar að gera þetta vel og bara taka góðan tíma í þetta. Vélin er með Edelbrock 289 Performer milliheddi og einhverjum 4ra hólfa blöndung sem ég þekkti ekki (né eigandinn).
Ég á örugglega eftir að skoða slaglengri sveifarás, þannig að ef þið viljið deila einhverjum sniðugum uppplýsingum, þá endilega látið vita!  :wink:

Mig langar rosalega mikið að skoða innspýtinu fyrir vélina frá Edelbrock, ég las á einhverri síðu þar sem bronco eigandi hafi sett svoleiðis í hjá sér og hann var mjög ánægður. Fékk minni eyðslu og skemmtilegri "hegðun".

Vitiði til þess að einhver sé með svipað í bíl hérna á klakanum og hvernig það er að koma út?

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Boddy
« Reply #9 on: July 27, 2007, 22:32:22 »
Hér er það sem þig vantar :wink:
http://www.f4x4.is/new/ads/default.aspx?file=bilar/19048
Vél, plastboddy, felgur og svo fr...

Offline sverrir_d

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 13
    • View Profile
Flottir hlutir...
« Reply #10 on: July 27, 2007, 23:07:43 »
Já, mér líst vel á þetta, en ég verð að taka því rólega í vetur, ég er að fara í skóla þannig að ég þarf að spara, ég ætla að vera með Broncoinn í bílageymslu (hreyfa hann reglulega). Aftur á móti ætla ég að reyna að taka 302 vélina í gegn í vetur, mig langar kaupa innspýtingarkitt á hana og kannski stroker kitt líka. Mig langar að sprauta blokkina o.s.frv.

Bætt við:
Bodýið á bílnum er reyndar mjög heillegt, það er smá ryð í kvalbaknum og á þessum stöðum sem bronco er vanur að ryðga á en það er ekki mikið. Þegar ég fer að læra suðu og fleira í skólanum, þá fara sko hlutir að gerast, ég ætla að reyna að kippa bodýinu af grindinni og taka þetta allt saman í gegn! Takmarkið er að vera með flottasta eintakið á landinu!

Offline JHP

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.691
    • View Profile
    • http://CORVETTE.IS
Hvernig vél í Bronco '73?
« Reply #11 on: July 28, 2007, 00:18:37 »
Blessaður seldu Tona hann og fáðu þér Gm...Þá ertu fyrst góður  8)
Hr Jón H Pétursson

Trans Am GTA ´88
Corvette coupe ´95
Corvette coupe ´92

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
jeep
« Reply #12 on: July 28, 2007, 00:40:40 »
Nei minn kæri Jón, Bronco dellan er farin, helv...... jeep dellann (willis) virðist aldrei hverfa. Skrítið, eins og þessir bílar hafa upp á svipað að bjóða, s.s ekkert :?

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Hvernig vél í Bronco '73?
« Reply #13 on: July 28, 2007, 00:57:27 »
´´eg trúi ekki að e´g sé að segja þetta, en í sona bíl fáðu þér bara blöndungsmótor
ívar markússon
www.camaro.is

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Re: jeep
« Reply #14 on: July 28, 2007, 13:04:29 »
Quote from: "TONI"
Nei minn kæri Jón, Bronco dellan er farin, helv...... jeep dellann (willis) virðist aldrei hverfa. Skrítið, eins og þessir bílar hafa upp á svipað að bjóða, s.s ekkert :?

 :lol: ert þú eitthvað farinn að grillast í hausnum eða??? eða kannski bara búinn að gleyma því að willys bíður upp á eeeintóma hamingju en ford er náttúrlega bara ford... allt annar handleggur (btw mig langar ennþá í þennan jeep hlera sem við töluðum um :wink: )

og ívar ég gæti ekki verið meira ósammála, blöndungur í jeppa er viðbjóður sem á ekki að sjást :mrgreen: nema það sé einhver hommapjattrófumelludrusla sem fer aldrei út fyrir malbikið þá gæti það nú svosum alveg gengið...en ef það á að nota draslið eitthvað...  :smt078
Kristinn Magnússon.

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Hvernig vél í Bronco '73?
« Reply #15 on: July 28, 2007, 20:23:40 »
Já það er ekkert gaman að keyra upp langa brekku og drepa svo á þegar maður er alveg að verða kominn upp vegna þess að flotin í blöndungnum virka ekki í svona miklum halla.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline sverrir_d

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 13
    • View Profile
Svör....
« Reply #16 on: August 01, 2007, 01:11:12 »
Quote from: "nonnivett"
Blessaður seldu Tona hann og fáðu þér Gm...Þá ertu fyrst góður  8)

Þegar GM fer að gera jeppa, þá skal ég hugsa um það...

Quote from: "íbbiM"
´´eg trúi ekki að e´g sé að segja þetta, en í sona bíl fáðu þér bara blöndungsmótor

Félagi minn er á Bronco '74 sem hann er búinn að breyta töluvert, hann er að eyða mjög miklu og síðan hrjáir hann það þekkta vandamál að hann er að drepa á sér í of miklum halla. Ég sé ekkert nema kosti við það að setja innspýtingu í hann.

Eins og staðan er núna þá er ég mjög ánægður með Broncoinn, það stendur sko ekki til að fara í eitthvað annað (drasl), hann er einfaldur og gott að gera við hann ("ef" það kemur fyrir).  8)

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Hvernig vél í Bronco '73?
« Reply #17 on: August 01, 2007, 01:18:12 »
Það er reyndar auðveldara að kaupa bara offroad blöndung í hann, málið leyst!

kv
Björgvin

Offline sverrir_d

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 13
    • View Profile
Vélin kominn í hlaðið.
« Reply #18 on: September 15, 2007, 20:49:40 »
Jæja, þá er ég búinn að kaupa mótorinn.
Hann er í augnablikinu í hlaðinu, en ég er búinn að panta vélarstand til að setja hana á þegar hún fer inní bílskúr.
Mér skilst að hún sé mikið slitinn, ég á eflaust eftir að skella inn myndum hérna til að áhugasamir geti fylgst með ferlinu.

...síðan á ég örugglega eftir að spurja að einhverju, ég var t.d. að hugsa hvar ég gæti látið bora cylindrana fyrir mig ef það er farinn að myndast ljót brík fyrir ofan stimplana.