Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro

<< < (2/12) > >>

AlliBird:
Chevrolet.... - hann keyrði á flugu...  :roll:

JONNI:
Helvíti eru þetta nú kuldalegar myndir

GunniCamaro:
Ætli það sé ekki best að segja ykkur það sem ég veit um þennan bíl.
Þennan bíl sá ég ca. 1981 niður í Skeifunni hjá Dóra Úlfars, en hann er frægastur fyrir að hafa keppt á 68 camaro í rallý og gekk nokkuð vel þangað til rúðupissbaukurinn losnaði og fór í viftuspaðann.
Dóri hafði keypt þennan 69 bíl til að nota í varahluti í rallybílinn (sem endaði hjá Jóni Eyjólfs hjá Benna en "that´s another story")
Ég keypti af Dóra vatnskassann til að nota í 69 camaroinn sem ég átti þá en þessi blái var 6 syl. 3. gíra í gólfi.
Dóri seldi hann einhverjum og síðan kaupir Svavar vinur minn bílinn ca. 1981, þá er bíllinn orðinn framstæðu- véla- og kassalaus.  Svavar ætlaði að nota hann sem varahlutabíl fyrir 69 RS sinn en það var víst eitthvað lítið sem hann notaði.
Bíllinn var víst orðinn frekar ryðgaður en Svavar á enn bílstjórahurðina en restinni henti hann en hann hefur oft sagt að hann átti ýmislegt grams til að búa til nokkuð heillegan bíl en á þessum tíma var vesen að geyma bílinn og auk þess beið hinn bíllinn (RS) eftir uppgerð, en í dag er þetta allt annað með geymslupláss, aðföng og varahluti þannig að ég átti að skila afsökunarbeiðni frá Svavari fyrir að henda bílnum.
Þá vitið þið það, en svo þið fáið ekki einhverjar grillur um einhverja "týnda camaroa inni í hlöðu" að þá eru til 7 stk. af 69 árg. hér:
1. 69 RS hans Svavars
2. Yenco clone hans Harrýs
3. Racerinn hans Ara Jóhannes
4. Guli "Tómstundahús" camaroinn
5. Rauði sem er á Akureyri (sem er merkilegastur fyrir það að hafa verið stýrisskiptur
6. Pro streetinn hans Þórðar
7. Hunts racerinn
Sem dæmi um nokkra fallna "vini" : gamli minn, þessi blái, alvöru SS sem var rifinn eftir árekstur, rauður RS bíll sem var á Selfossi, einn svartur með RS/SS húdd og grill (clone), svo heyrði ég af einum RS á Astfjörðum sem var svo ryðgaður að honum var breytt í kerru á sveitabæ, en hvort það er satt eða ekki veit ég ekki.
Það eru myndir af sumum þessara bíla á síðunni hans Mola, nokkrir eru þarna í ýmsum litum í gegnum tíðina.

Moli:
Gaman að þessu Gunni, þú virðist þekkja þetta betur en nokkur annar þegar kemur að Camaro! 8)

Þrír í viðbót fyrir þig!

burgundy:
Það er gaman að þessu, meira svona :smt041

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version