hann er allur að koma til greyið, slakaði í hann 350sbc og 350 skiptingu í vor og endurbætti rafkerfið aðeins en hef lítið getað unnið í honum síðan... tókst svo að steikja nýendurbætta rafkerfið um daginn og er hálfnaður með að leggja það upp á nýtt...

var svo kominn með hann á númer og á leið í skoðun en það kom eitt og annað uppá sem endaði með því að það var klippt af honum, m.a. ónýtur vatnskassi, óþéttur nippilinngangur í stýrisdælunni, ónýt ljósaloka sem beið í 3 viku á verkstæði eftir ekki neinu (vantar að sjóða í festingarnar á 3 stöðum til að hún virki)

veit ekki hvort ég eigi neinar nýlegar myndir af blessuðum bílnum en ástandið mætti nú vera skárra

lakkið er hundleiðinlegt og þyrfti að sprauta hann.. ætli þetta verði ekki svona nokkurskonar eilífðarverkefni hjá manni... maður er alltof duglegur að missa áhugann á þessu og fá hann svo aftur

en ég ætla nú ekki að gefast alveg upp, stefni amk ekki að því að losa mig við hann á næstunni
