Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

87 Grand National

(1/5) > >>

JONNI:
Nýjasta tækið...........samt 20 ára gamalt

87 Buick Grand National.

Ingó S:
Þessir bílar voru talsvert fljótari en Corvette á þeim tíma sem þeir voru á markaði, sem gerir þá að fljótustu bílum sem kaninn var að  framleiða þá.  3,8 vélin var síðan notuð í afmælis Trans am bílana sem virkuðu einnig mjög vel.
Var ekki einn svona hér á Íslandi í denn??
...Allavega helvíti flottir og sérstakir.

JONNI:
Jú einn til á klakanum, en það er 85 bíll sem Binni Pústbarn á.

Held að hann sé þokkalega heill, hann var það allavega.

Þessi sem ég var að fá er með stærri túrbínu, stærri intercooler, portuð hedd og inntak, 55 lbs injectors, 3 tommu down pipe, hooker flækjur, flowmaster púst, 3000 stall converter, og eitthvað meira góss.

Var að panta í hann GNX flerasettið, ristar fyrir frambrettin, merki og eitthvað fleira.

Langar að sjá hvað þetta getur en þetta togar alveg mökk, hef aldrei átt túrbó bíl áður, þetta er soldið skrítin vinnsla en alveg brjálað tog.

Gaman að þessu rugli.

Kv, Jonni

JONNI:
meiri myndir

Kiddi:
Halda í þennan Jonni.. hann er mjög flottur!!

Gaman af bínubílum 8)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version