Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Sand dragster
Skúri:
Ertu alveg viss? Ég hélt kannski að þetta væri willys dragsterinn sem þið norðan menn smíðuðu og var hélt ég fyrsti dragsterinn sem var smíðaður hér heima. Ég hélt að Valur hefði ekki smíðað sinn fyrsta dragster fyrren´86, sem Ingó á í dag
Skúri:
Hann heitir Vilhjálmur Ragnars sem átti hann, gamall torfæru kappi síðan í eldgamla daga. Ég held meira að segja að ég hafi verið á síðustu keppninni sem keppti ´78 í Grindavík. Ég á engar myndir en ég á mótorsport þætti með þessum sandspyrnum
ljotikall:
koma með fleirri myndir kristján!!
Maverick70:
er þetta ekki Fribbi á malibu
Kiddicamaro:
--- Quote from: "Kiddi" ---á enginn action myndir af sandspyrnu willys jeppanum sem var með sbc, beinskiptur og var soldið fyrir það að lyfta hjólum :) ca. 1988-1993 allveg stolið úr mér hvað hann heitir sá sem var með hann...
--- End quote ---
það er rétt hjá skúra Vilhjámur Ragnarsson kendur við Vélás heitir maðurinn einn af stofnendum Kvartmíluklúbbsins minnir að hann sé númer 8 ...Það var allveg svakaleg barátta á milli hanns og Árna Kópssonar á þessum tíma..sagan segir að Vífilfell hafi sett Árna stólinn fyrir dyrnar og að það kæmi ekki til greina að heimasætan væri að tapa trekk í trekk fyrir svona bílskúrskalli :lol: ..svo það var ekkert annað að gera en að ná í allmennilega rellu í kvikindið,var það ekki í kringum 500cid BBC ROTTA og sem átti að pumpa út um 1000 hestum???...og í næstu keppni mætti Villi með rottugildru festa á willis og hóaði í Árna og sýndi honum þegar hann lét gildruna smella á kókdós. :lol: .og flengdi hann svo í keppnini....minnir að hann hafi farið best 4.40 með 350 sbc saginaw kassa og 40 punda svinghjól sem var ekkert á því að stoppa á 8000 rpm
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version