Author Topic: Krúser kynnir: 1978 Corvette og 1967 Galaxie  (Read 2709 times)

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Krúser kynnir: 1978 Corvette og 1967 Galaxie
« on: August 15, 2007, 21:08:58 »
Bílaklúbburinn Krúser heldur áfram sem aaaaaaldrei fyrr, að sýna nýinnflutta, eða bíla sem ekki hafa sést lengi á fimmtudagskvöldum að Bíldshöfða 18.

Næstkomandi fimmtudagskvöld eða þann 16. Ágúst kl: 20:00  mun Krúser sýna tvo bíla en það er annarsvegar nýuppgerð 1978 Chevrolet Corvette "Custom". Bíllinn var fluttur inn fyrir um 2 árum og fór beinustu leið í uppgerð.

Seinni bíllinn er 4 dyra 1967 Ford Galaxie með glóðvolgar númeraplötur því bíllinn var leystur úr tolli í dag.


Nú fer sumarið senn að klárast og vonumst við til þess að sjá sem FLESTA!![/b] 8)

Skora á alla að mæta sem sjá sér það fært! :wink:

Um 21:30 verður síðan tekinn rúntur í bæinn, en það verður auglýst á staðnum, og fer að sjálfsögðu eftir veðri.


Eins og venja er þá er glimrandi tónlist í anda sjöunda og áttunda áratugarins, og fyrir slikk er hægt að fá ískalt CocaCola og súkkulaði með til að seðja hungrið.

Sannir bílaáhugamenn láta sig ekki vanta á þetta! Hvar verður þú??

Með kveðju,
Krúser-hópurinn
komnir til að vera.
Bíldshöfða 18.
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is