Jæja, nú er bíllinn minn loks kominn í hlað frá Indianapolis.
Ég var búinn að leita lengi að þessum bíl (1976 TA), átti reyndar svona bíl er ég fékk bílprófið 1991 (Fastanúmerið FN-611).
Þessi er með 70 módel af 455 úr GTO, með Ram Air heddum (þessar vélar áttu að vera um 360 HÖ ef ég man rétt. Hann torkar allhressilega (konan mín fékk að taka í hann áðan og er búin að merkja allflestar göturnar í bænum (hér austur á Selfossi, hvar annarsstaðar).
Ég er búinn að gera mér áhveðnar hugmyndir um hvað ég ætla að gera úr þessum bíl (sennilega munu margir Pontiac menn furða sig á því sem ég mun skrifa núna) en þessi 70 GTO Ram air IV vél er ekki inni í þeirri mynd. Hún er því til sölu með skiptingu, sem er 400. Þetta er ekkert sem liggur á þ.s. ég mun taka mér góðan tíma í að gera þennan bíl upp (flott eintak af´76 Trans am er að verða álíka sjaldgæfur og nánast útdauðar dýrategundir). Ég mun að sjálfsögðu pósta upplýsingum um framvinduna og birta myndir með (vonandi hafið þið bara gaman af).
Síminn hjá mér er 894-9002 ef einhver hefur áhuga á Ram Air fjarkanum.