Bílaklúbburinn Krúser heldur áfram sem aaaaaaldrei fyrr, að sýna nýinnflutta, eða bíla sem ekki hafa sést lengi á fimmtudagskvöldum að Bíldshöfða 18.
Næstkomandi fimmtudagskvöld eða þann 9. Ágúst kl: 20:00 mun Krúser sýna, 1959 árgerð af Ford Thunderbiord.[/b] en bíllinn var fluttur inn fyrir nokkrum árum en hefur lítið sem ekkert sést.
Skora á alla að mæta sem sjá sér það fært!

Um 21:30 verður síðan tekinn rúntur í bæinn, en það verður auglýst á staðnum, og fer að sjálfsögðu eftir veðri.
Nú fer sumar að halla undan fæti og um að gera að láta sjá sig á rúntinum, bílar MEGA blotna!

Glimrandi tónlist í anda sjöunda og áttunda áratugarins, og fyrir slikk er hægt að fá ískalt CocaCola og súkkulaði með til að seðja hungrið.
Sannir bílaáhugamenn láta sig ekki vanta á þetta! Hvar verður þú??

Með kveðju,
Krúser-hópurinn
komnir til að vera.
Bíldshöfða 18.