Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Kvartmílukeppni 11. ágúst 2007 - Skráning

<< < (2/7) > >>

Óli Ingi:
ok takk fyrir svörin Baldur

Valli Djöfull:
Þetta er náttúrulega erfið staða sem menn eru settir í..  Það er um tvennt að ræða..  Lokað svæði í sumar eða "æfingar"..  

Maður er með þvílíkan móral yfir þessu ástandi sem stjórnarmeðlimur og EN það er lítið annað hægt að gera en að gera sitt besta og koma þessu rugli í lag í vetur..  Næsta sumar verður ekkert kjaftæði..  Ég ætla mér að geta verið í stjórn, staðið mig vel þar OG sinnt minni fjölskyldu..   Í sumar hefur ekki verið í boði að gera bæði.. Það er vinna (sem er erfitt að halda þegar maður er alltaf í símanum útaf þessu veseni sem hefur verið í gangi) og kvartmíluklúbburinn..  Einhverjir af eldri stjórnarmeðlimum hentu því fram á aðalfundi að þeir sem væru í stjórn ættu ekki að fá krónu fyrir vegna þess að þessi klúbbur gengi á sjálfboðastafi..  Maður fer að verða hálf efnis..  Það fer að fara meiri tími í klúbbinn en sjálfa vinnuna.. :shock:

En þessir sjálfboðaliðar eru kannski 5-10 manns alls..  af?  200-300 manns?  Ég er ekki að dissa ykkur norðanmenn, erfitt að "kíkja suður" til að hjálpa til við að smíða einhvern helvítis pall hehe, en þeir sem eru hér í kring og á höfuðborgarsvæðinu eru líklegast yfir 200..  Og kannski 5% af þeim nenna að gera neitt nema borga meðlimagjöldin og finnst það nú jafnvel heldur mikið  :lol:

En nóg af dissi..  Ég er bara að sötra öl á Spáni..  og á að vera í "fríi"  :wink:

Bið alla að búast við keppni um helgina, þó það sé stutt í þann tíma, því það verður vonandi keyrt, við erum að fórna ýmsu líka..  Og p.s..  Það vantar pottþétt fleiri starfsmenn..  ENDILEGA bjóða sig fram..  Vont að hafa "næstumþví" nógu marga til að manna alla staði og enga til að skipta..  sami maður á sama stað í 7-8 tíma er heldur erfitt, væri gaman að geta skipt og farið í pásur stundum..   Maður dauðvorkennir þessum örfáu hræðum sem nennta að hjálpa til, þeir eru hetjur!  8)

Ok ok, ölið talar..  Ég er farinn að drekka meiri Mahou!




SKÁL!

gardar:
er þetta síðasta keppnin?

Valli Djöfull:

--- Quote from: "gardar" ---er þetta síðasta keppnin?
--- End quote ---

Fyrsta féll niður..  Svo ég býst við því að það verði auglýst ein í viðbót  :wink:    Varadagsetningar eru á dagatali..  fyrsta helgi Septembermánaðar er líkleg að mínu mati

Einar Birgisson:
Er ekki málið að slá af föstudags-æfingar, þær skila engu í kassan, sem er nú bara djók að það sé hægt að spyrna á kvartmílubraut með öllu staffi ljósum og öðrum búnað sem til þarf, allt sumarið fyrir krónur NÚLL nema 5þús í ársgjald..
Þær skil ekki keppendum.
Þær virðast ekki minnka hraðaakstur á götum.
EN ég held að þær séu að sliga þá fáu sem vinna við keppnishaldið.
þannig að annaðhvort á að rukka minnst 1000 fyrir æfingar þannig að hægt sé að borga staffi eitthvað smáræði eða hætta æfingum og hafa þá frekar velmannað og ósligað staff á keppnum.

ES, þeir sem hafa verið að vinna fyrir klúbbinn í sumar og önnur ár eiga alla mína virðingu fyrir að gera sitt besta.

Bara minn túkall.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version