Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Kvartmílukeppni 11. ágúst 2007 - Skráning
Bæring:
--- Quote from: "Einar Birgisson" ---Er ekki málið að slá af föstudags-æfingar, þær skila engu í kassan, sem er nú bara djók að það sé hægt að spyrna á kvartmílubraut með öllu staffi ljósum og öðrum búnað sem til þarf, allt sumarið fyrir krónur NÚLL nema 5þús í ársgjald..
Þær skil ekki keppendum.
Þær virðast ekki minnka hraðaakstur á götum.
EN ég held að þær séu að sliga þá fáu sem vinna við keppnishaldið.
þannig að annaðhvort á að rukka minnst 1000 fyrir æfingar þannig að hægt sé að borga staffi eitthvað smáræði eða hætta æfingum og hafa þá frekar velmannað og ósligað staff á keppnum.
ES, þeir sem hafa verið að vinna fyrir klúbbinn í sumar og önnur ár eiga alla mína virðingu fyrir að gera sitt besta.
Bara minn túkall.
--- End quote ---
ekkert að slá þær af...... það er bara bull.
en kannski 500-1000kr fyrir að fá að fara inn á brautina er í fínu lagi.
en æfingarnar eru mikið atriði, myndi ég segja, allavegana fyrir götubílana á nr. 8)
Einar Birgisson:
Ef ekki er greitt fyrir æfingar þá til hvers að standa í þessu fyrir KK.
Og er það stjórnarskrár-bundinn réttur eigenda bíla á númerum að hafa aðsöðu til æfinga ? held ekki.
Óli Ingi:
keppnirnar eru það sem eru að gefa aur til klúbbsins þótt gjaldið sé ekki hátt, 2500kr en ekki er nu mikil inkoma af því þar sem það eru alveg skammarlega fáir keppendur, en inkoma þó, en nóg er til af bílum og græjum og fjöldi meðlima skráðir í klúbbinn, alltaf er haugur af bílum og hjólum á æfingum og ekki skila þær neinu til klúbbsins eða starfsfólksins, held að það sé ekki spurning að fara rukka fyrir æfingarnar, lámark 1000kr og reyna þá að borga staffinu eitthvert smáræði, þetta er bara ömurlegt hvernig keppnishaldið er búið að vera í sumar, en engu að síður tek ég ofan fyrir þeim sem eru að berjast í þessu og gera sitt besta, líka fáránlegt, eiginlega bara kjánalegt að sjá allan fjöldan sem kemur á æfingu og svo mætir nánast engin af þeim á keppni, þá kæmi það líka´í ljós ef það yrði farið að rukka fyrir æfingar hverjir eru true race driverar og hverjir væru nískupúkar, eða hreinlega þora bara ekki að keppa, kannski er það bara það, en þetta er allvega mín skoðun, og en og aftur fær þetta litla staff sem er að berjast í þessu hrós frá mér.
Bc3:
ok æfing og 500-1000 kall á bíl fyrir að keyra + (ársgjald) hugsa að það sé meira en hvað KK er að fá fyrir keppni þar sem það er alltaf mikklu mikklu fleyrri að keyra á föstudögum en laugardögum ss keppnum svona ef þú ert að spá i peningum síðan koma lika alveg fullt fullt fullt af fólki að horva á æfinganar og eru þarna i meir en 20 min eins og i keppnonum.. en ekki að mér sé sama ég stunda bæði :lol:
baldur:
Klúbburinn hefur nú helling af meðlimum sem eru bara í klúbbnum fyrir æfingarnar. Meðlimafjöldi hefur svolítið að segja í málum klúbbsins út á við. Svo hefur selst eitthvað af nammi á æfingunum líka þannig að þetta er nú ekki hreinn kostnaður.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version