Spurning hvaða leið menn fara, Flúðasveppa-Camaroinn var að gera ágæta hluti á mílunni en hafði aðeins 3500rpm sem hámarkssnúning, þá þarf ekki að ballansera. Fyrir menn sem hafa kannski ekki margar millur á milli handana til að eyða í sportið er kannski sú leið betri en hinar. Má þá t.d nefna 350 chevy í 440, 351W í 454, 460 í 806 svo eitthvað sé nefnt. Þar þurfa menn ekki að fara dýru leiðina stórt rúmtak, vel flæðandi hedd og þá er rellan að skila heilum helling. Mín skoðun er að KK ætti að skoða það að hafa flokk eða flokka þar sem menn með mis mikinn fjarhag keppi í mismunandi flokkum. Má þá t.d nefna 500.000 kr flokk, 1.000.000 kr flokk þar sem menn sýna fram á hvað þeir hafi eytt í bílana og keppi eftir því. Þetta virkar í græjukeppnum án nokkura vandræða og gæfi fleirum kost á að eiga von á tittli og með þessu tel ég að það mætti virkja fleiri og hvetja menn að koma með það sem þeir eiga til keppni. Þetta mætti flokka sem nýliðastarf sem væri klúbbnum til framdráttar og sóma.