Kvartmílan > Mótorhjól
Skellinöðruflokkur??
Valli Djöfull:
--- Quote ---Skellinöðrur: SK 50 - 1 strokka að 120 cc
--- End quote ---
Nú eru einhverjir í yngri kantinum sem lesa þessa síðu og þekkja aðra sem eiga skellinöðrur.. Er enginn áhugi fyrir því að leika sér á nöðrum uppi á braut?
Jafnvel bara keyra hálfa brautina.. 1/8.. Flokkurinn er til og ekkert því til fyrirstöðu að halda keppnir í honum.. Ef einhver hér þorir að lána mér skellinöðru væri ég alveg til í að taka 1/8 tíma á svoleiðis dóti :P
Þarf fyrst smá kennslu á þetta.. Eina tvíhjóla tækið sem ég kann á er reiðhjól :oops:
Þetta var víst stór flokkur fyrir einhverjum árum.. Spurning hvort það sé hægt að vekja áhugann aftur? Þeir sem eiga skellinöðrur og hafa réttindi á svoleiðis mega keyra á brautinni eins og annarsstaðar :)
edsel:
ég skal sega þér hvernig þetta er, bensíngjöfinn er hægrameginn á stírinu, þú gefur í með því að snúa haldinu, frambremsan er sömu megin og casið, það er bremmsuhandfang, það tengist í vír, þú tekur í það til að til að nota frammbremsuna, afturbremsan er fótstig sem er hægra megin á hjólinu, kúplingin er vinstra megin í stírinu, handfang sem lítur eins út og bremsuhandfangið, gírstöngin sem er vistra megin á hjólinu 1 niður frígír upp og svo hinir gírarnir eru upp líka, oftast er ljós sem logar þegar hjólið er í frígír. (á mínu er það grænt)
Hera:
Minnir að það þurfi nú próf á þetta apparat Valli minn en ég skal taka runn á móti þér ef þú finnur tvær nöðrur :mrgreen:
baldur:
Almennt ökuskírteini veitir réttindi á skellinöðrur.
bandit79:
Er á Italian Stallion (Gilera Runner vespa) tjúnuð ....
Er til í svona challenge :lol:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version