Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Afsakanir:

(1/3) > >>

1966 Charger:
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það eru allt of fáir keppendur á mílunni í sumar.  Vonandi verða fleiri með þann 28. júlí.  En hérna er listi yfir afsakanir sem þeir sem eiga bíla í góðu standi geta notað ef þeir mæta ekki næst:


10.  Ég bar Mjallarbón á allan bílinn í einu og á í basli með að ná því af.
9.  Eru þetta ekki tómir lausingjar og spilagosar sem eru í þessari kvartmílu?  Mamma bannaði mér að umgangast svoleiðis lið.
8.  Ég er búinn að hugsa svo mikið um að keppa að það fæst ekki lengur nógu stór hjálmur á hausinn á mér.
7.  Það verður örugglega rigning, þannig að það borgar sig ekki að skrá sig.
6.  Ég er á móti því að jólatré séu notuð til annars en leiða ömmu í kringum það á aðfangadagskvöld.
5.  Ég þori ekki því að þá verð ég brennimerktur hraðafíkill af vinnufélögunum
4.  Ég keppi ekki vegna þess að Ragnheiður forvarnarfulltrúi segir að það sé glæpur að keyra hratt.
3.  Ég er 19 sekúntna maður á 13 sekúntna bíl
2.  Iss, þarf þess ekki ég mundi steikja ykkur alla (5 sekúntna maður á 25 sekúntna bíl)

og topp afsökunin er.........
Ég ætla ekki að vera með vegna þess að það er svo fáir að keppa.

Ragnar

top fuel:
:D

Kristján Skjóldal:
Góður frændi :smt045  en þetta er bara satt það er ekkert leiðilegra en of fáir keppendur í kvartmílu [-(  ég vona að næsta keppni verði met mæting :spol:  held að met í keppni sé 64  :wink:

Belair:

--- Quote from: "Kristján Skjóldal" ---Góður frændi :smt045  en þetta er bara satt það er ekkert leiðilegra en of fáir keppendur í kvartmílu [-(  ég vona að næsta keppni verði met mæting :spol:  held að met í keppni sé 64  :wink:
--- End quote ---


 
og þegar mann telja sig þurfa að verja heiður bíllinn sinn á götum borgarinnar hvort sem menn eru að japanski niðursuðudós 8gata tækin nú tala ekki um v10 viper og þeir sem eru á 3 heitasta bíll samkynhneigðar 500 SLK koma líka : wink :

en öllu gríni til hliðar, við höfum góða braut sem allir sem geta notað (inna reglan) og hver veit,þegar menn þurfa ekki að hugsa um lögguna gætu konur og menn bætt tíma og hraðan hjá sér. Og ekki vera hrætt að spyrja um hjálp hér á spjallinu fyrir fysta skiptið nú eða bara mæta á mót hitta fólkið tala sama og keppa svo bara næst.

Gilson:
Kristján skjól,.. verður bíllinn kominn í lag fyrir næstu keppni ?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version