Author Topic: Chevrolet Vega '71  (Read 2456 times)

Offline Vega327

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 3
    • View Profile
Chevrolet Vega '71
« on: August 25, 2012, 01:47:59 »
Sælir félagar,
Pabbi(ásamt mér) leitaði til ykkar fyrir þó nokkru síðan í leit að gömlu Vegunni hans en við týndumst hálfpartinn í svörunum þar sem ég held að 3 mismunandi bílar hafi verið nefndir og að við höldum var enginn þeirra sá sem við leitum að, því miður.
Karlinn var eiginlega búinn að gleyma þessari pælingu og farinn að leiða hugann að öðru en ég er búinn að atast svo í honum að hann er farið að klæja alveg fram í fingurgóma yfir tilhugsuninni um að finna gripinn og detta í gamla góða bílskúrs-fílinginn... 8-)

Því spyr ég hvort það sé ekki einhver möguleiki á að að fletta númerinu á Vegunni( G13587 ) upp í ökutækjaskrá eða einhverju álíka, þó vissulega sé þetta náttúrulega eitt af ''gömlu númerunum'' ?  :-k
Eða hvort einhver þekki til einhvers fyrri eiganda(til og með að bíllinn fór upp á braut 1980 eftir að ''gamli maðurinn'' seldi hann) og/eða afdrif bílsins?

Copy-pastea bara fyrri fyrirspurnina hérna:
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Chevrolet Vega 1971 m. 327 V8 mótor
« on: May 09, 2012, 20:29:33 »
Quote
Sælir,
langaði að vita hvort einhver hérna inná veit hvað varð um dökk,dökk græn sanseraðara 1971 Vegu m. 327 mótor. Bílnúmerið var: G13587 Seldi hana 1980, var þá flott götugræja.. Frétti af henni á brautinni einhverjum árum seinna og veit svo ekki meir
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Með von um einhver viðbrögð,( Veit það er frekar hæpið, en það sakar aldrei að reyna :) )

Sonur sem langar í skemmtilegt project :D

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Chevrolet Vega '71
« Reply #1 on: August 25, 2012, 08:00:50 »
Sæll,

Það er hægt að komast að þessu ef að hann hefur verið skráður eigandi bílsins. Segðu kallinum að fara inn á island.is, fara þar undir "mínar síður", þar þarf hann að skrá sig inn með veflykli ríkisskattstjóra, sama veflykli og notast er við þegar skattframtalið er gert. Vinstra meginn eru flipar, neðst er Ökutækjaskrá, þar er hægt að sjá alla þá bíla sem hefur nokkurntíman verið í hans eigu, þ.e. undir hans kennitölu. Ef þú kemur með fastanúmerið skal ég fletta því upp og sjá hvort ég eigi einhverjar myndir af bílnum.  :wink: Ef hinsvegar einhver annar hefur verið skráður eigandi þarf sá hinn sami að gera sama hlut til að komast að fastanúmeri bílsins.  8-)
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline 10.98 Nova

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 25
    • View Profile
Re: Chevrolet Vega '71
« Reply #2 on: August 25, 2012, 09:52:45 »
Ef pabbi þinn heitir Skarphéðinn og Vegan var græn, þá er það öruggt að það er Vegan sem Þórður fisksali var með.
Og er rauð núna með big block.
69 Chevelle 283 G 11902
69 Chevelle 355 Fi-890
71 Chevelle 350 ?
70 Nova Super Sport 355 ?
68 Camaro 350 Bi-232
68 Camaro 327 Ax-811

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Chevrolet Vega '71
« Reply #3 on: August 25, 2012, 22:52:52 »
Ég skoðaði þetta betur og fyrri pósta, bíllinn sem pabbi þinn átti er þessi hér að neðan:






Hér er eiganda- og númeraferill:

Eigendaferill
20.05.2009    Þórður Tómasson
01.04.1995    Brynjar Gylfason
04.04.1983    Rafnar Þór Guðbjörnsson
30.11.1980    Stefanía Björnsdóttir
11.12.1979 Gunnar Jónsson
12.09.1975    Guðlaugur Magnús A Long

Númeraferill
27.05.2009    BV996    Almenn merki
14.10.1983    R48452    Gamlar plötur
11.12.1979    G13587    Gamlar plötur
12.09.1975    Y4612    Gamlar plötur
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is