ég er að raða saman 79 árgerð af 350 og var að pæla hvort ég ætti að nota blöndung eða halda tbi dótinu sem er í bílnum núna (305 caprice 89 árgerð) og afhverju
Það fer allt eftir því hvað þú ætlar að gera.
Ef hámarkshestöfl eru ekki forgangsatriði þá er allt í lagi að nota TBI innspítinguna. Hún er nokkuð áreiðanleg og einfölld. Í venjulegum akstri er hún mjög skemmtileg. Ég hélt að hún væri drasl þangað til að ég kynntist henni í stórum Chevy pickup (tvöfallt hús og langur pallur) með mikla burðargetu og komst að því að þetta þrælvirkar. Þrátt fyrir að bíllinn sé 15 ára þá virkar allt eins og það á að gera (sem er andstætt því sem að ég hélt um TBI innspítingar).
TPI væri náttúrulega skemmtileg í þessum bíl þar sem að hún hjálpar til við togið (en deyr við ca. 4800 snúninga) en væri þrælskemmtileg á götunni.
Blöndungur er svo einfalldasta formið, virka almennt mjög vel en suma þeirra þarf oft að vera að eiga við.
Það eru svo til allskonar aftermarket innspítingar en ég held að það sé ekki það sem að þú ert að leita að.
Ef ég væri með samskonar bíl þá myndi ég reyna að halda í TBI innspítinguna, ef hún er til leiðinda þá myndi ég henda góðum blandara relluna.