Nú ætla ég að auglýsa bílinn, þar sem að mig langar annaðhvort í fullbreytt, eða óbreytt
Og helst á það að vera Rover
Tegund: Hyundai Terracan GLX
Vél: 2900 CRDI
Akstur 116.xxx
Skráður: 23.9.2003
Litur: Grænn/Grár
Skipting: SSK
Breyting: 33''
Verð: 2.710.000kr.- ásett
áhvílandi eru 2.1xx.xxxkr.- Í formi bílasamnings.
Skipti eru skoðuð á ýmsu, en þó engu sem að er dýrara svo nokkru nemi.
Lánið er hjá Lýsingu og er allt í Japönskum og Svissneskum.
Ég er annar eigandi. Á undan mér átti Samherji bílinn og notaði hann undir Frystihússtjórann á Þórshöfn, en hann starfaði einnig á Stöðvarfirði þannig að mestur akstur á bílnum er langkeyrsla, einnig eftir að ég kaupi hann. Ég kaupi hann núna í Desember síðastliðnum af Bílasölu Akureyrar en þeir voru með hann á vegum B&L sem að áttu bílinn. Síðan þá er ég búinn að keyra 15.xxx kílómetra og skipta um bremsuklossa að framan, láta herða á hjólalegum smyrja x2 og kaupa á hann gluggavindhlífar. Einnig er allt nýtt í rafmagni aftur í kúlu, en það var ónýtt þegar að ég fékk hann.
í 114.xxx km var skipt um olíukerfið eins og það lagði sig, Raildælu spíssa ofl. en það var gert á vegum B&L vegna galla. Er með nótu fyrir því.
Ég hef smurt bílinn á 10.xxx km fresti og er hann nýsmurður, með þjónustu og smurbók frá upphafi.
Dekk eru nýleg TOYO heilsársdekk míkróskorin og góð, mjúk og gnauða ekki á malbiki eða möl.
Eflaust mætti flíkka upp á útlitið, en þetta er bíll sem að hefur alla sýna tíð verið úti á landi. Það sem að helst þyrfti að gera þá er að gera við brettakant að framan bílstjóra meginn. Eins er framrúðan brotin, en um hana verður skipt í næstu viku. Einnig mætti bóna bílinn og þrífa, en ég hef ekki komist í það vegna vinnu undanfarinn mánuð
Búnaðarlega séð er hann fínn, ssk, dráttarkúla, stigbretti, dökkar rúður og svona ýmilsegt smálegt.
Hér sést skemmdin og útlit og ástand á dekkjum
Fleiri myndir get ég svo sent ef áhugi er fyrir hendi.