Hmmm...
Þú mátt alveg endilega benda mér á það í þessum þræði einhver er að kvarta yfir einhverju, því ég með mínum greinilega blindu augum sé hvergi kvörtun.
Svosem enginn að kvarta. Bara röfla.
Takiði eftir, Óli setti upp hjálm! Annað en hann gerir á kvartmílubrautinni þegar hann er að 'athuga trackið á brautinni'
ég frétti að Óli var skikkaður til að setja upp hjálm annars hefði hann fengið fylgd útaf svæðinu.
Þetta er tóm þvæla ég var á svæðinu og hann kom strax með hjálm þó hann hafi ekki keyrt með hann fyrsta hringinn sem var nú ekki beint keyrður hratt. Notar þú hjálm þegar þú ferð á bílnum þínum út í búð og keyrir(vonandi) alla leið á löglegum hraða?
Finnst það bara svo leiðinlegt til lengdar að lesa þræði sem þurfa alltaf að fara í svona röfl og persónulegt skítkast. Þeir leiða okkur ekkert nema í þá átt að öllum er illa við alla og enginn vill gera neitt fyrir neinn....
Afhverju er alltaf verið að skjóta svona á hann Ólaf? Hefur hann virkilega gert ykkur eitthvað annað en verið einn af þeim mönnum sem sitja í stjórn LÍA sem eru þeir sömu og
gefa ykkur umsögn/leyfi svo þið getið keyrt ykkar keppnir?
gefa er feitletrað vegna þess að venjulega til að fá þessa þjónustu þá þurfa klúbbar að ganga fyrst í LÍA. Mér finnst það fáranlegt. Afhverju eru KK á svona sérkjörum? Ekki hafa þeir unnið til þess með góðri framkomu.
Ef LÍA væri þetta djöfullega sýstem sem gerir ekkert nema að stuðla að "eyðinleggingu" á íslensku mótorsporti eins og sumir vilja lýsa því...afhverju segir LÍA þá ekki bara nei þegar þeir fá umsókn= engin keppni ?
Bara mínar saklausu vangaveltur.
Hvað finnst ykkur?