Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

E85 pumpugas......

<< < (3/6) > >>

jeepcj7:
Þakka svarið,ég prufa bara hvort ford gamla verður nokkuð meint af.

baldur:
Helsti munurinn er sá að þú þarft öflugri bensíndælu og stærri jetta/spíssa vegna þess að þetta inniheldur töluvert minni orku en bensín per rúmtak og þyngd.
Þessir bílar sem eru gerðir til að keyra á þessu frá verksmiðjunni eru með skynjara í bensínlögninni sem að nemur hlutfall bensíns og alkóhóls, tölvan aðlagar svo kveikjutíma og spíssaopnun eftir því.

gaulzi:
verður maður að vera orðinn 20 ára til að versla E85? :lol:

Jón Þór Bjarnason:

--- Quote from: "gaulzi" ---verður maður að vera orðinn 20 ára til að versla E85? :lol:
--- End quote ---

Allavega segir áfengislöggjöfin það.  :D  :D  :D
Góð fyrirsögn  VERÐUR AÐ VERA 20 ÁRA TIL AÐ VERSLA BENSÍN.

Kiddi:
Jæja ég var að koma frá stöðinni sem selur E85 eldsneytið...  Fyrir það fyrsta þá er ég mjög ánægður með að sjá dæluna komna upp og Brimborgar menn hafa látið verkin tala í samstarfi við Olís.
Hinsvegar varð ég fyrir töluverðum vonbrigðum með verðlaggninguna á lítranum. Ég talaði við starfsmann stöðvarinnar og tjáði hann mér að verðið á lítranum væri 192 krónur!!! Auk þess er dælan læst og virtist ekki vera á hreinu hvort þetta væri til sölu f. almenning.

Ég er ekki að sjá fyrir mér að menn með "flex fuel" bíla velji þennan kost yfir 95okt. þ.s. það er mun ódýrara og bíllinn eyðir talsvert minna af því.
Jú, jú þetta er vistvænna og það allt... en við fáum ekki almenning til að versla það með því að verðleggja það upp úr þakinu.

Mér skyldist nú á starfsmanni Olís, að þetta ætti nú sjálfsagt eftir að vera til sölu fyrir almenning. Sem er náttúrulega sjálfsagður hlutur.. meiri notkun = minna verð, eða hvað..  :(  

Ég er undrandi á því af hverju mönnum sem er annt um landið okkar og ósonlagið blási þetta ekki meira upp. Það er spurning hvort þeir hafi hreinlega vit á þessu, maður spyr sig.

Ég læt hér nokkrar myndir fljóta með......

Kiddi,
sem hefur verið að hugsa sig um hvort hann eigi að breyta bílnum sínum í E85 neytanda :)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version