Þetta er alvarlegt mál að líkja mönnum sem hafa mótorsport að áhugamáli við nauðgara! Þessi Helga Sigrún er búin að taka út þessa færslu sína og er hálf hissa á því að drullað sé yfir hana.
Sem mótorsport keppandi og áhugamaður er ég skúffaður yfir því að forvarnarfulltrúi VIS skuli koma fram og styðja þessa vitleysu.
'Eg byrjaði að keppa 17ára í rallycrossi og þar lærði ég að keyra, taldi mig kunna mikið þegar inná brautina var komið í fyrsta sinn en annað kom á daginn, viðbragðið lélegt og aksturshæfnin líka. 'Eg fékk það tækifæri að læra að keyra þarna og krassa oft og velta, og enginn bar skaða af nema bílgarmurinn. 'Eg varð reynslunni ríkari og lærði hvar mátti keyra svona og hvaða búnað þarf til þess, og í umferðinni var ég alltaf eins og maður, svo ég blæs á þessa þvælu og tel þessar örugglega ágætu konur skulda okkur akstursíþrótta fólki afsökunarbeiðni.
Ef þetta er reyndin og VIS bakkar það upp sem Ragnheiður segir, skora ég á akstursíþrótta fólk sem tryggir hjá VIS að segja þar upp og tryggja þar sem það er velkomið.
kv.
Páll Pálsson
S:822-0501