Author Topic: NÝTT NÝTT NÝTT Akstursleiknisæfing á miðvikudaginn.  (Read 1570 times)

Offline Porsche-Ísland

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 140
    • View Profile
Akstursbraut.is stendur fyrir æfingu í akstursleikni á Miðvikudagskvöldið 27-06-07 á Rally Kross brautinni
Búið er að leggja braut sem búið er að marka af með keilum og tími tekinn á bílum. Þetta hentar öllum bílum, vélarafl er algjört auka atriði.
Við byrjum kl. 19.00 og verðum fram eftir kvöldi.

Þannig að núna er um að gera að ná sér í viðauka , reyna að fá hann bara fyrir allt árið og
þá eru tryggingarsölumennirnir lausir við ykkur það sem eftir er árs.

Dálítið bar á því að menn voru að spóla á malarveginum að og frá braut.
Ef sést til manna gera þetta aftur þá verða þeir gerðir brottræknir af svæðinu.




En annars er bara stöðluð auglýsing. 27. Júní verður akstursleikni á Rallykross brautinni.

Þar mun fólk geta leikið sér og lært inn á bílana sína.

Áhorfendur eru beðnir um að leggja við sjoppuna.

Eknir eru 1 hringir í einu.
Einungis einn bíll mun verða í brautinni í einu.

Bílar þurfa að vera með skoðun og með tryggingarviðauka.
Og standast skoðun á staðnum ef þurfa þykir.
Menn fá ekki að aka ef dekk eru orðin slitin inn í striga.

Ökumenn þurfa að framvísa gildu ökuskýrteini.

Öllum sem taka þátt er skylt að nota öryggishjálm. Vinsamlegast komið með eigin hjálm, það flýtir fyrir.

Ef ökumaður veldur tjóni á brautinni eða umhverfi hennar er ökumaður ábyrgur fyrir því og verður að laga það.

Gjald fyrir að aka er 5000 kr. meðlima gjald og síðan verður 1000 kr. gjald fyrir hvern dag eftir það.

Þeir sem ætla að taka þátt verða að koma með tryggingarviðauka og undirritaða þáttökuyfirlýsingu, og peninginn eða kort.

Engin undanþága verður frá þessum reglum.

Mér þykir leitt að senda menn heim án þess að fá að aka en lögin eru bara svona og ég fer eftir þeim.

Ef menn lenda í vandræðum við að rata þá hringið í mig í síma 897 1020.


Þáttökuyfirlýsing

Þátttökuyfirlýsing vegna æfingar í brautarakstri
sem fram fer þ. / / 2007


Undirritaður ökumaður lýsir því hér með yfir að hafa lesið reglur þær sem gilda um æfinguna og samþykkir að fara eftir þeim í einu og öllu.

Undirritaður gerir sér grein fyrir þeim hættum sem fylgja akstri á brautini og tekur alfarið þátt í henni á eigin ábyrgð.
 
Undirritaður staðfestir með undirritun sinni að gera engar kröfur á hendur umsjónamanni brautarinnar, landeiganda
né heldur þeim er stjórna leikdeginum vegna mögulegs tjóns sem hann kann að verða fyrir í keppninni -
hvort heldur um er að ræða eigna- eða líkamstjón.


______________________________________
Nafn ökumanns

___________________
Kennitala

_____________
Bílnúmer

____________ ____________________
GSM númer og e-mail


(vegna ökumanna sem er yngri en 18 ára)
Undirritaður forráðamaður ökumanns samþykkir ofangreinda skilmála og gefur samþykki fyrir þátttöku viðkomandi.


_____________________________________
Nafn forráðamanns

_____________________
Kennitala
Halldór Jóhannsson

Offline Porsche-Ísland

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 140
    • View Profile
NÝTT NÝTT NÝTT Akstursleiknisæfing á miðvikudaginn.
« Reply #1 on: June 28, 2007, 09:11:19 »
Jæja þá er fyrsta Akstursleikni kvöldinu lokið.

Gekk framar vonum. 15 mættu og létu óku.

Áhorfendur voru eitthvað nærri 100.

Að venju var Ford Mustang bestur af Amerísku bílunum.

En tímar kvöldsins eru þessir.

Nafn,   Bíltegund,            Tími,      Fór margar ferðir,   Besti tími í ferð
Valli   Honda Type R     55,15   10   8
Baldvin   Renault            56,56   9   7
Kári   Audi TT            58,69   38   36
Ingimar    BMW 328            58,78   8   8
Sveinbjörn   BMW Blæju         58,81   3   3
Þorsteinn   BMW            59,34   7   6
Aron   BMW             59,78   27   14
Fannar   Porsche            59,84   4   3
Tóti   Civic 1400          60,22   3   1
MR. Martin   Ford Mustang      60,75   8   6
Finnbogi   BMW            61,60                7   7
Bjarni   Honda            62,69   3   2
Ingi   Suzuki jeppi       64,29              28   25
Guðjón   Alfa Romeo        65,75   3   2
Alvars   Ford Mustang     68,13   4   4

Eitthvað vesen að setja excel skjal inn á spjallið en með góðum vilja getið þið lesið út úr þessu.
Halldór Jóhannsson