Kvartmílan > Aðstoð
Málmsteypa
firebird400:
Ég var beðinn um að fá upplýsingar um það hvaða málmsteypur væru að virka almennilega
Málið er að fjölskildu meðlimur þarf að gera við álfestingu á stýrisdælu hjá sér og var að velta því fyrir sér að steypa í gatið sem er brotið, bora og snitta.
Ég er búinn að skoða þetta og þetta getur vel gengið !
Ég man eftir því að hafa séð einhverja uppstillingu með einhverri málmsteypu sem átti að vera svo góð að hún gat komið í staðinn fyrir ál í svona löguðu, málið er bara að ég man ekki hvar ég sá þetta né hvaða tegund af steypu þetta var.
Svo ef þið vitið um einhvað eðalmix þá megið þið endilega segja mér frá því ;)
Kv. :D
moparforever:
kíktu í wurth þar er málmsteypa í 2 gerðum hef prufað þá sem er í 2 túpum og maður blandar henni saman og hún er snilld
Klaufi:
Bjallaðu í gæjana í Áliðjunni í kóp..
Þeir vita allan andskotan og meira til um svona hluti..
Jón Þór Bjarnason:
Við erum með góðan afslátt hjá WURTH
ElliOfur:
Frændi minn á rúmlega 10 ára gamlan massey ferguson fjórhjóladrifstraktor. Fyrir ca 1-2 árum þá sprakk út úr spindilkúlufestingu eða einhverju slíku í einhverjum feikiátökum, man ekki nákvæmlega hvað það var en hann hefði þurft að kaupa að mig minnir nýja framhásingu, eða einhvern mjög dýran hlut. Hann notaði eitthvað svona steypujukk og fyllti í gatið og notaði vel af því, lét svo bora þar sem þurfti að bora og það hefur ekki gefið sig enn þrátt fyrir mikil átök oft á tíðum. Man ekki hvaða efni það var samt... :oops:
Málið er að svona efni eru að virka.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version