þú ættir nú að skoða samt skilmála slysatryggingar þinnar.
Ég er búinn að skoða öll tryggingafélögin og þetta er í skilmálum þeirra allra vegna slysatrygginga: (með örlítið breyttu orðalagi milli félaga)
Vátryggingin nær til slysa er verða við almennar íþróttaiðkanir. Undanskilin eru þó slys sem verða í keppni eða við
æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers konar íþróttum. Einnig eru undanskilin slys, er verða í hnefaleikum, hvers
konar glímu, akstursíþróttum, drekaflugi, svifflugi og fallhlífarstökki.