Vá.. Þegar ég var að setja hátalarakerfið inní bíl hjá mér var ég að blóta því að það sé ekki hægt að skilja neitt eftir þarna því það hverfur allt... Ágætt að ég tók það með mér..
Svekkjandi að eiga þetta ágæta hús og geta ekki geymt neitt þar..
Heppilegt að það var ekki á staðnum, mjög líklegt að það hefði horfið þar sem það er örugglega auðvelt að koma því í verð.
Hvernig var brotist inn? Hurð/gluggi spennt upp?
Ýmislegt er náttúrulega hægt að gera til að gera þetta erfiðara fyrir þjófana, stálklæðning á hluta af karminum til að það sé miklu erfiðara að spenna hurðina upp, öflugri læsingar á gluggana eða einhver svoleiðins brögð. Þó það sé leiðinlegt að þurfa að standa í því þá hefur það því miður sýnt sig að það er nauðsyn.