Author Topic: XR600R "87 ( Edit 3 - nýtt info neðst )  (Read 2064 times)

Offline ICE28

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 135
    • View Profile
XR600R "87 ( Edit 3 - nýtt info neðst )
« on: June 15, 2007, 01:50:42 »
Sælir.
Ég er hér með gamalt Honda XR600R til sölu, Fram og afturdekk mjög góð og  nýlegur afturdempari.

Hjólið er í ólagi , olíuleki og blöndungavesen. ( þarf líklega að stilla flotholt betur )

Það fer í gang og keyrir , bremsur , kúpling og gírkassi og þetta helsta virkar allt.

Ljós virka ekki ( búinn að taka af og rafm ekki til staðar ) en framljós og hlíf fylgir.

Hjólið er til sölu á 70.000 og ekki hægt að prútta með það.

ég keypti hjólið fyrir nokkrum vikum á 90.000 og ástæða fyrir sölu er kaup á nýju hjóli.

Kv. Kalli

------------------------------------------------------------------------------------
PS:
Ath ný Repair manual á leiðinni frá ebay.
500 bls - allar teikningar , rafkerfi , stillingar á blöndungum og allt sem þú þarft að vita til að gera svona hjól upp er í þessarri bók.

Bókin fylgjir ef eitthvað gerist fljótlega.

Kv. Karl H
-------------------------------------------------------------------------------------

Ég var að fikta í flotholt stillingum í gær vegna þess að það yfirfyllti sig og flæddi út um yfirfallið á öðrum blöndungnum, ég færði flotholtið en það hefur verið aðeins of mikið þannig að núna kokar það þegar það er bætt duglega við það.

Ég spái að það þurfi bara að færa flotholtið aðeint til baka í main blöndungum og þá sé það gott

-------------------------------------------------------------------------------------

Olíulekinn er líklega pakkning á kúplingshúsi og kostar complete pakkningarsett á ebay $49

--------------------------------------------------------------------------------------

EDIT : Sælir , ég dreif mig út í dag og reif blöndungana úr og stillti flotholt og hjólið virðist vera algott núna. Prófa það betur á morgun. En þessi sala er í biðstöðu eins og er vegna þess að hjólið sem ég var að spá í er selt.

Kv. Kalli

------------------------------------------------------------------------------------


Sælir. Setti græjuna í gang í dag og tók klukkutíma rúnt eitthvað út í sveit. Hjólið er farið að virka mjög fín fyrir utan smá kok á vissum snúningi ( þarf að fínstilla ) Torkar flott og er mjúkt og skemmtilegt.

Tek vídjó af græjunni á morgun og sendi þeim sem hafa áhuga.

------------------------------------------------------------------------------------
Kv. Karl Hermann
Kalli@kopasker.is
849-2579