Karl faðir minn á Yamaha hjól núna og er aukalhlutasjúkur, hann fór þarna inn og ættlaði að fara að kortleggja málin, sjá hvað væri fáanlegt en þann fékk akkúrat enga þjónustu, voru uppteknir við að gera allt annað en að vinna vinnuna sína þar til að hann náði að króa af enn larfinn og vildi svör, þetta var allt svo erfitt og bara ekki fánalegt sem var í bæklingnum að hanns sögn svo að hann ættlar að leita annara leiða til að kaupa þessa hluti. Síðasta hjól sem hann átti var skreytt fyrir um miljón á einu ári svo að ég hélt að það mætti nú leggja smá í að þjónusta hann. Þetta var bara eins og félagsmiðstöð fyrir vini starfsmanna sem lágu bara á netinu að skoða eitthvað sem var vinnunni með öllu óviðkomandi. Af Suzuki hef ég bara gott að segja, þetta er lítið og fáliðað umboð svo að það gæti staðið illa á hjá þeim einstaka sinnum, þá er bara að renna við ef menn hafa tök á því, eitthvað sem virkaði ekki hjá Motor-Max. Það hefur lítið upp á sig að ráða símadömu til að ansa og gefa samband á starrfsmenn sem taka svo ekki símann.