Author Topic: Formúlu 1 bíl ekið á Íslandi  (Read 3821 times)

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Formúlu 1 bíl ekið á Íslandi
« on: June 07, 2007, 06:02:58 »
Formúlu 1 bíl ekið á Íslandi
Finnski ökumaðurinn Nico Rosberg mun keyra Williams Formúlu 1 bíl í Reykjavík 26. júní. Hann mun aka á bílaplaninu við Smáralind og verður sérstök dagskrá í tilefni af komu hans innan og utan Smáralindar.

 Fulltrúar Williams liðsins hafa komið hingað til lands á ári hverju, en Baugur styrkir fyrirtækið í Formúlu 1 og hefur gert síðustu ár. Koma Rosberg er hluti af samvinnu Baugs við Williams og er uppákoman í Smáralind hluti af samningi fyrirtækjanna.

Hagkaup standa að skipulagi Formúlu dagsins við Smáralind í lok júní. Mánudaginn 26. júní verður Williams bílnum raðað saman í Smáralind og daginn eftir mun Rosberg keyra bílinn í tvígang á bílaplaninu fyrir utan. Áhugasömum gefst kostur á að skoða bílinn og Rosberg mun rita nafn sitt á plögg fyrir gesti og gangandi.

http://www.ruv.is/heim/frettir/f1/frett/store64/item157912/
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341