Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Allir að sækja tryggingaviðaukana, eitthvað hefur rofað til.
Ragnar93:
okey
Kristján Skjóldal:
er þetta þá klárt þá helgi eða hvað :?:
Nóni:
Félagi Kristján, ekkert er öruggt í lífinu. Allra síst þegar eiga þarf við einstaklinga eins og þá sem við höfum þurft að kljást við upp á síðkastið sem neituðu okkur í 3 vikur um leyfi, komu svo og sögðu ,,þið fáið leyfi, ekkert mál" og svo kemur ekkert skriflegt og maður fær skammir frá yfirvöldum fyrir.
Leyfið okkar gilti fyrir þessa 3 daga og ekkert meir, vonandi verður komið leyfi fyrir sumrinu næst.
Vonandi gengur þetta klakklaust fyrir sig þarna næstu helgi með leyfi og annað, Ó.G. er á leiðinni norður að ,,taka út svæðið" sagði hann okkur á fundi í gær.
Kv. Nóni
Dodge:
svona opnið ykkur, hvar stóð (stendur) hnífurinn í beljunni?
Gunnar_H_G:
Heyrðu, ég veit ekki betur en að þið hafið aldrei sent LÍA skriflega umsókn um leyfi varðandi keppnina þessa helgi!
Annars þá gekk rallið hjá AÍFS vel, ennþá svoldið blautur í skónum.
Svo ef að þið ætlið að fara að gagnrýna LÍA og störf LÍA og vonast til þess að það skili árangri þá skulið bara gjöra svo vel að ganga í LÍA eða finna einhverja leið framhjá því. Fyrr fáiði ekki að henda einum einasta manni úr stjórn, sama hvað ykkur finnst hann mikill hálfviti. LÍA er með lýðræðislega kosningar og þið hafið enn eingan kosningarétt á því þingi.
Ég er opinberlega hættur að skrifa inná þetta spjall því ég einfaldlega nenni ekki að velta þessu fyrir mér lengur. Sá að ég hef miklu meira gaman af því að starfa með rallý og torfærumönnum, því ætla ég bara að sleppa því að reyna að starfa með ykkur í bili. Vegni ykkur vel.
Kv. Gunnar Hörður Garðarsson
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version