Kvartmílan > Aðstoð
Royal Purple Olíur
Halldór Ragnarsson:
20/50w smurolíur ætlaðar dieselvélum innihalda ennþá zinc diophospate
en ég efast um að nokkur vilji nota svona þykkar olíu á bensínvél
Halldór
KiddiJeep:
Ég hef eitthvað verið að spá í þessu og eftir að hafa lesið þessa grein (http://www.hotrod.com/techarticles/engine/flat_tappet_cam_tech/oil_summary.html) þá skoðaði ég hvað er í boði hérna heima og fann það út að Shell Rimula Super (15W-40 diesel) fellur í þennan flokk sem er mælt með (API CI-4) og á því að innihalda zinc og sitthvað fleira sem við þurfum í gömlu mótorana. Þetta er a.m.k. sú olía sem ég hafði hugsað mér að nota á mótorinn sem ég er að fara að klambra saman í jeppahauginn minn...nema einhver hafi betri uppástungu??? :)
Svo er það bara spurning hvenær þeir fara að taka þessi efni líka úr olíunum fyrir díselvélarnar :?
firebird400:
Heyrðu takk fyrir það :D
Mér hefur einnig verið bent á að tala við Poulsen, segja þeim bara frá því hvað ég er að pæla og þeir ættu að geta hjálpað mér :D
Kiddi:
Valvoline racing olíurnar eru með zinc efnum...
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version