Kvartmílan > Alls konar röfl
Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!
Moli:
Í tilefni af eins árs afmæli Bílaklúbbsins Krúser, ætlar klúbburinn að halda veglega sýningu nk. helgi, eða dagana 9-10 Júní.
Sýningin verður haldin við Smábátahöfnina í Hafnarfirði í stóru 2000 m2 húsi að Fornubúðum 3 (við hliðina á húsnæði Mest)
Opnunartími sýningarinnar er sem segir:
Laugardagur frá 10:00-20:00
Sunnudagur frá 10:00-18:00.
Á sýningunni verða einnig nokkrir fornbílar til sölu.
Taka skal fram að aðgangur á sýninguna er ÓKEYPIS!
Takið nú góða skapið út úr skápnum, skiljið fýluna eftir heima og fjölmennið á glæsilega Bílasýningu nk. helgi!
VONUMST TIL AÐ SJÁ SEM FLESTA! 8)
Kveðja
Krúser hópurinn
Bíldshöfða 18.
Magnus93:
Verða bara krúserar ?
broncoisl:
Bílarnir eru líklega flestir í eigu Krúsera, en allir eru velkomnir á sýninguna sem er ókeypis, sérstaklega kvartmílumenn ef þeir fá ekki að keppa um þessa helgi :evil:
Jón Þór Bjarnason:
Ég mæti pottþétt á þessa sýningu hjá ykkur.
motors:
Lumar einhver á myndum? :)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version