Elli, talandi um þetta... þá er þetta ekki svo alsæmt sjáðu til...
Ef við sameinum take-off og landing í eitt kvartmílu-rönn, þá værum við með vír/teygju sem dregur okkur frá upphafslínu að endalínu, og þar myndi hún einnig þjóna þeim tilgangi að stoppa okkur aftur.
Þá erum við búnir að spara okkur mikið... svosem eldsneytiskostnað, kostnað við bremsur og fallhlífar.... og eflaust fullt fleira....
Svo borga menn bara eitthvað klink við hliðið, og ef þeir vilja hafa teygjuna almennilega strekkta í upphafi, þá kostar það bara pínu meira
Svo bara að hafa einhvern áttagata-kettling í húddinu sem gefur flott sánd.... þá er þetta allt komið, sándið, lúkkið og hraðinn
Og þá mætti með sanni segja að togið hafi allt að segja framyfir hestöflin :p
Ekki svo vitlaust :p
Pössum okkur nú samt að segja ekki frá því þegar að þetta verður tekið upp... þá gæti fólk hugsanlega endanlega hætt að koma og fylgjast með keppnum.....
... tja svo má auðvitað bara lengja brautina örlítið, fyrir aðeins brotabrot af þeim monnípeningum sem færu í þetta
En jæja nóg komið af rugli í bili!