Kvartmílan > Aðstoð
Corolla 96' sem efni...
Magnus93:
Gæti ég notað Toyotu corollu sem efni í buggy-bíl ?
Hvað er svo helst sem er verið að nota sem efni í buggy-a, fyrir utan bjöllu ?
Er að hugsa um smíði 8)
firebird400:
Þú getur sett hvaða framdrifsvél sem er aftan í buggy.
Mæli samt með að þú finnir þér einhverja vél sem er ekki með innspýtingu og öllu því rafmagni sem því fylgir, bara gamla góða blöndungsvél, það þarf ekki mikið til að keyra áfram léttann buggy
Klaufi:
Ertu að spá í stutta eða langa grind?
Mjóa eða breiða?
Sandgræju eða gryfjugræju?
Bsk eða ssk?
Langa eða stutta fjöðrun?
Magnus93:
--- Quote from: "Klaufi" ---Ertu að spá í stutta eða langa grind?
Mjóa eða breiða?
Sandgræju eða gryfjugræju?
Bsk eða ssk?
Langa eða stutta fjöðrun?
--- End quote ---
langa
frekar mjóa en breiða
er ekki viss
bsk
er ekki betra að hafa langa
Magnus93:
--- Quote from: "firebird400" ---Þú getur sett hvaða framdrifsvél sem er aftan í buggy.
Mæli samt með að þú finnir þér einhverja vél sem er ekki með innspýtingu og öllu því rafmagni sem því fylgir, bara gamla góða blöndungsvél, það þarf ekki mikið til að keyra áfram léttann buggy
--- End quote ---
Hvaða vélar eru ekki með öllu þessu rafmagni er það 80-90 árg svona almennt ?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version