Orginal blöndungum og fylgibúnaði hendi ég gjarnan við fyrsta tækifæri og er því ekki sá fróðasti um þetta mál, en á nýjum holley tor sem ég á þá þurfti ég að vinda ofanaf henni til að losna einhverntíma við sogið og fá almennilegann gang og vinnslu.
Sennilega er ekki vitlaust að gera þetta á gömlum bílum, algengt að maður sjá á svona vélum í höndum vanfróðra einstaklinga að sogið virðist aldrey fara af og bílarnir hökta um göturnar að kafna úr eigin sóti og skít.
Þessir sömu einstaklingar bera einnig ábyrgð á þvi að almenningur hefur fengið þá flugu í höfuðið að Amerískir bílar séu latir í gang í frosti...