Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Skráning í fyrstu keppni! (FRESTAÐ VEGNA VEÐURS!!!)
Valli Djöfull:
Keppni sem átti að vera þessa helgi, 2. Júní hefur verið frestað vegna spár um mígandi rigningu.. Búið að spá slyddu en nú er spáin búin að snúast í mun meira regn en það... Svo ekki verður hægt að halda keppni..
Reynt verður að halda keppni helgina eftir, semsagt 9. - 10. Júní! Og nú verða allir að passa sig á að stíga ekki á járnsmiði og passa að hrífur snúi rétt! :wink:
Vonum það besta, vonandi verður hægt að halda keppni 10. Júní!
kv
Valbjörn
Sælt veri fólkið,
komið er að fyrstu kvartmílukeppninni í sumar og hefst skráning í hana á miðvikudag 30. maí.
Hægt er að skrá sig í hana á netfang vallifudd@msn.com , einkapósti hér á spjallinu eða síma 8997110 á milli 20 og 22 miðvikudagskvöldið 30. maí og fimmtudagskvöldið 31. maí.
Reynið eftir fremsta megni að senda mail með nafni, kennitölu, heimilisfangi, tæki, símanúmeri, flokki sem keppa skal í. Mail er mikið þægilegra en sími.
Keppnisgjald er 2500-kr.
Skráningu líkur á föstudagskvöld kl. 22:00
Keppnistæki sem ekki eru á skrá verða að framvísa öryggisskoðunarvottorði frá Aðalskoðun þar sem Kvartmíluklúbburinn er með samning um að prófað verði bremsur og stýrisgangur. Þeir sem búa í sveitinni geta samið við viðkomandi skoðunarstöðvar um bremsu og stýristest.
Þeir keppendur sem eru með bíla sína á númerum og tryggða skulu koma með tryggingaviðauka sem gildir á kvartmílubrautinni.
Þeir keppendur sem eru yngri en 18 ára þurfa að framvísa leyfi frá foreldrum eða forráðamönnum.
Kristján Skjóldal:
jibbi :D
Óli Ingi:
hvar fyrir sunnan hafa menn á borgarsvæðinu látið skoða OF tækin sín?
1965 Chevy II:
--- Quote from: "ValliFudd" ---
Þeir keppendur sem eru með bíla sína á númerum og tryggða skulu koma með tryggingaviðauka sem gildir á kvartmílubrautinni.
g[/img]
--- End quote ---
Er ekki enn búið að redda þessu rugli?
Ef ég skrúfa númerin af og loka fyrir tryggingarnar þá er allt í góðu :?
Nóni:
--- Quote from: "Trans Am" ---
--- Quote from: "ValliFudd" ---
Þeir keppendur sem eru með bíla sína á númerum og tryggða skulu koma með tryggingaviðauka sem gildir á kvartmílubrautinni.
g[/img]
--- End quote ---
Er ekki enn búið að redda þessu rugli?
Ef ég skrúfa númerin af og loka fyrir tryggingarnar þá er allt í góðu :?
--- End quote ---
Tryggingafélögin gefa áfram út tryggingaviðauka fyrir einstaklinga en vildu ekki samræma þetta á kvartmílubrautina og vinna með okkur í þessu. Ætlunin var að fá þá til samvinnu við okkur um að þeir gæfu þetta út fyrir tímabilið og rukkuðu ekki fyrir það og fengju kynningar í staðinn.
Ég er búinn að vera að vinna að þessu með símhringingum og emailum og fundum og það kom einfaldlega ekkert út úr því þar sem að lögfræðingar félaganna töldu þetta ekki gott mál. :cry:
Þú verður að hafa númer í þeim flokkum sem þú ert gjaldgengur í, eini flokkurinn sem ekki er númeraskylda í er OF.
Kv. Nóni
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version