Kvartmílan > Mótorhjól

upplýsingar um ný hjól

<< < (2/5) > >>

PHH:

--- Quote from: "íbbiM" ---ég er búin að vera skoða aðeins úrvalið af nýjum hjólum, og er með nokkrar spurningar,  er algjört noob í þessu og langar að heyra álit manna m.a á

R6 vs cbr600rr vs ninja zx6r,

afl bilanatíðni handling og flr,

sjálfur er ég voðalega hrifinn af kawasaki hjólunum.. er eitthvað veikur fyrir neongrænu hjóli..  ég hef hinsvegar heyrt voðalega margar bilanasögur af kawa, er það satt?

yamaha hjólin finnst mér dáldið dýr, er verðmunurinn kannski ekki af ástæðulausu?

ég sá að á kawasaki síðuni er bæði zx6r  og ninja zx6r,  verðmunurinn er 20k ninjuni í hag, hver er munurinn á þessum hjólum?

eins og ég ssagði hérna að ofan veit ég ekkert um hjól og því eru öll svör vel þegin
--- End quote ---


Þetta eru allt góð hjól,hvað handling varðar.

Yamminn er þektari en hinir fyrir að bila. Einn vinur minn átti R6 og hann langaði að skjóta hjólið með hagglabyssu og grafa það... Gírkassar endast ekkert, kúplingsdiskar brotna, ventlar brotna, drasl úr ónýtu gírkössunum fer upp í sílendrana og eyðileggur blokkir osfr.

CBR er vandað og gott en ef að eitthvað klikkar þá eru varahlutir SVÍVIRÐILEGA dýrir...

Ég og konan erum búin að eiga 7 Kawasaki ZX (Ninjur) og versta bilunin var einn slitinn gormur í gírkassa... en öll hafa hjólin komist heim fyrir eigin vélarafli(nema eitt sem að styttist um helming í árekstri :lol: )

Súkkurnar GSX-R hafa átt það til að borða höfuðlegur í morgun, hádegis og kvöldmat...  Og menn eru almennt sammála um að umboðið sé lélegt(ekki það að ég er ekkert ánægður með Nítró...)

En haltu þig við 600cc, 750 -1000 cc eru ekkert mikið sneggri en togið er meira og það á til að koma aftan að óreyndum hjólurum, með óþarfa spóli og prjóni sem hefur sent menn á slysó að óþörfu :wink:

Gulag:
þetta snýst allt um meðferð á hjólinu.

Á á sjálfur 2 súkkur, 1 yamma og 1 Kawa, hef þurft að eiga viðskipti við öll umboðin.

Suzuki umboðið stendur sig ágætlega að mínu áliti, ekkert yfir þeim að kvarta.

Honda umboðið vantar svolítið meiri reynslubolta til sín í vinnu,

Yamma umboðið er ágætt.

Nítro (kawasaki) voru með mjög góð verð á hjólum, en ná svo aurnum inn á varahlutum, en ég sé að verðin á hjólunum hafa hækkað verulega hjá þeim að undanförnu.

Þú átt einfaldlega að kaupa þér hjól sem þig langar í, skiptir engu hvað það heitir, það er ágætt að vita hvernig umboðin eru en mundu að það er auðvelt að nálgast varahluti á netinu.

Reyndar finnst mér soldið skuggalegt hvað verðin á 600cc racerunum eru lík á milli umboða,
Kawasaki ZX6R 1.288þ
Suzuki GSXr600 1.350þ
Yamaha yzfr6 kr. 1.350þ
Honda CBR600rr 1.350þ

Brjalæðingur:
Hondan kom best út úr prófunum hjá performancebike magazine, og þeir fóru með alla 600ccc nippana á Nurburgring.
Miðað við auglýsta þyngd, bætti hondan við sig 20kg, súkkan 23 en Y og K 18.5 kg, öll hjólin voru vigtuð með fullan tank, og nei, það er ekki risatankur á súkkunni.
Hondan er langléttust 188 kg með fullan tank, Y er 191kg, S er 198 og K er 203 kg.

Persónulega myndi ég fá mér Hondu, en það er bara af einhverri Hondaást sem ég gerði það, jú og það að gamla Hondan mín, sem ég keypti af einhverjum mesta ökutækjaböðli EVER, hún gekk og gekk án vélarviðhalds, bara skipta um olíu með reglulegu millibili.
Af öllum þeim ökutækjum sem ég hef átt, var cbr-ið sennilega það sem fór alltaf í gang án undantekninga við að snúa lyklinum og ýta á takkann.

erling:
sæll ég náði mér í blað úti í london í gær sem filgdi dvd diskur þar sem 600 hjólin eru testuð.er ekki buinn að skoða hann sjálvur, en í blaðinu kemur hondan best út ower all. :twisted:

hafðu bara samband við mig ef þú vilt sjá diskinn
og ef þú lofar að skila honum aftur  :wink:
erling
699-8969

Racer:

--- Quote from: "Brjalæðingur" ---Hondan kom best út úr prófunum hjá performancebike magazine, og þeir fóru með alla 600ccc nippana á Nurburgring.
Miðað við auglýsta þyngd, bætti hondan við sig 20kg, súkkan 23 en Y og K 18.5 kg, öll hjólin voru vigtuð með fullan tank, og nei, það er ekki risatankur á súkkunni.
Hondan er langléttust 188 kg með fullan tank, Y er 191kg, S er 198 og K er 203 kg.

Persónulega myndi ég fá mér Hondu, en það er bara af einhverri Hondaást sem ég gerði það, jú og það að gamla Hondan mín, sem ég keypti af einhverjum mesta ökutækjaböðli EVER, hún gekk og gekk án vélarviðhalds, bara skipta um olíu með reglulegu millibili.
Af öllum þeim ökutækjum sem ég hef átt, var cbr-ið sennilega það sem fór alltaf í gang án undantekninga við að snúa lyklinum og ýta á takkann.
--- End quote ---


ég fór að spá í Hondu 1000RR og fannst fást meira úrval af aftermarket pörtum í suzuki og kawa en vísu þá var maður ekki að skoða þessi 600 hjól þó jújú þetta er allt svipað sem hægt að að fá í þessi hjól.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version